Hvað viltu láta gera? Malbika göngu og hjólaleið á milli Seljahverfis og Hvarfa í Kópavogi, t.d. á milli útvarpsstöðvarvegs og Vatnsendahvarfs. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka aðgengi og stytta vegalengd fyrir gangandi og hjólandi vegfarenda á milli hverfanna. Einnig til að komast hjá því að þurfa að ganga/hjóla í nálægð við Breiðholtsbrautina og tilheyrandi svifryki.
Þetta væri mikil bót til að tengja saman hverfin. Mjög erfitt að fara yfir með barnavagn í heilsugæsluna sem margir í hverfinu þurfa að sækja. Mjög blautt oft á tíðum svo maður sekkur í drullu.
Vil benda á að Arnarnesvegurinn á að liggja þarna, svo þetta væri kannski framkvæmd sem tekur því varla að eyða pening í ef það þarf að rífa þetta eftir nokkur ár (skv skipulagi á vegurinn að vera tilbúinn 2024)? Ekki á móti þessu sem slíku en sóun á pening ef það þarf svo að rífa þetta þegar framkvæmdir hefjast innan 5 ára.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Dear Oddny, From our urban planning office urbanista in Hamburg (Germany) we are doing a research project „making cities on digital platforms“, analyzing participatory budgets and crowdfunding websites. One case-study is the platform Better Reykjavik. We already had interviews with the Citizens Foundation and the City of Reykjavik. Would it be possible to talk to you about your idea? My e-mail is kohlschmidt@urbanista.de Kind regards Sven Kohlschmidt https://www.urbanista.de
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation