Sundlaug við Perluna

Sundlaug við Perluna

Hvað viltu láta gera? Það vantar sundlaug í hverfið. Það hefði góð áhrif á hverfisandann og lýðheilsu þeirra sem búa í Hlíðum, Holtum , Norðurmýri og Hlíðarenda. Hvers vegna viltu láta gera það? Í hverfinu eru fjölmargir skólar og börn og ungmenni þurfa að leita út fyrir hverfið í skólasund. Einnig myndi sundlaug stuðla að bættri lýðheilsu og langlifi íbúanna.

Points

Öskjuhlíðin er mikið notuð af fólki sem elskar að hlaupa á náttúrustígum inni á milli trjágróðursins sem er svo skemmtilegur í Öskjuhlíðinni. Nú er verið að gera steypta stíga og fyrirhuguð er aðgerð sem eyðileggur þetta skemmtilega náttúrustígakerfi í Öskjuhlíðinni og mun eyða um 4-5000 fermetrum af gróðri i hlíðinni. Sundlaug ofan á Öskjuhlíðina væri algjört glapræði og myndi klára eyðilegginguna fyrir Öskjuhlíð sem náttúrusvæði.

Prýðishugmynd. Sundlaugin gæti verið við hlið Perlunnar þar sem er nú er tún. Laugin gæti t.d. sinnt hlutverki skólasunds. Það væri jafnvel hægt að gera infinity laug með útsýni yfir borgina. Sundlaug ætti ekki að þurfa að raska útiveru hlaupara en gæti hinsvegar orðið kærkomin afslöppun eftir hlaup og aðra útiveru. Eins held ég að Sundlaug og Perlan gætu farið vel saman þar sem hægt væri að eyða heilum degi á þessu svæði. Útivera í Öskjuhlíð, sund á eftir og svo ís og náttúrusýning í Perlunni.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information