Gróðursetja tré við Háaleitisbraut

Gróðursetja tré við Háaleitisbraut

Hvað viltu láta gera? Gróðursetja tré við Háleitisbraut frá Bústaðavegi að Miklubraut. Um er að ræða grasblett milli vega. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að fegra svæðið sem er vinsæl gata í Reykjavík. Hjálpar aðeins með hljóðmengun frá bifreiðum. Kemur vel út eins og var gert á Grensásvegi fyrir nokkrum árum.

Points

Frábær hugmynd. Má gera þetta víðar um bæinn.

Frábær hugmynd. Það myndi líka dempa hljóðmengun. Það mætti svo stinga niður nokkrum vorlaukum (páskaliljum) með trjánum til að lífga upp á umhverfið.

Mæli með að setja runnagróður og þekjandi jurtir sem minnka hreinsunarþörf. Fyrir nokkrum árum var átak í Árósum í Danmörku þar sem á öllum umferðareyjum miðborgarinnar var plantað ætum jurtum sem höfðu þar með margþættan tilgang og afrakstur. Hreinsun loftgæða, fegrun umhverfis og matvinnsla. Ímyndaskapandi fyrir gott hverfi!

Mjög fín hugmynd. Ein af mörgum aðgerðum sem mætti beita til að gera þennan kafla Háaleitisbrautar mannvænlegri. Það mætti einnig þrengja götuna niður í 1+1 og leggja hjólastíg vestanmegin hennar líka sem tengdist síðan inn á nýja Bústaðavegarstíginn alla leið niður í bæ. Hámarkshraði 30km/klst væri einnig breyting sem mætti fara í strax á morgun.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í ferli annars staðar í borgarkerfinu að gróðursetja á umræddu svæði þar sem gerlegt er að gróðursetja á milli og við hlið vega. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information