Hvað viltu láta gera? Endurbætur á þessu fallega kennileiti Laugardals. Hvers vegna viltu láta gera það? Stúkan er mikilvægur minnisvarði íslensks arkitektúrs og hönnuð af Einari Sveinssyni. Ég tel það mikilvægt að Reykjavíkurborg haldi utan um slíka minnisvarða svo að þeir standist tímans tönn. Hægt er að nýta stúkuna í allskonar skemmtun eins og tónleikahald og einnig sem sólbaðsaðstöðu á sumrin.
Frábær hugmynd og löngu tímabært. Það væri hægt að opna safn um íslenska baðmenningu fyrr og nú í stúkunni. Bláu svæðin eru ekki síður mikilvæg heldur en þau grænu.
Pússa hana, mála, setja blóm í trékössum og útbúa svæði sem má nýta fyrir sólböð. Setja lýsingu 😇
Endilega laga stúkuna, tel þetta vera eitt af kennileitum Laugardalsins.
https://www.visir.is/g/2018280211d
Æðisleg hugmynd og allir hinir sem eru á móti því þurfa fara hugsa sinn gang! Hætta hugsa um sjalfan sig og vera barnaleg!
Þetta ætti ekki að vera ægilega dýrt, bara endurmála og slípa, og gera þetta huggulegra. Það myndi allavega vera fallegri sjón í einni vinsælustu sundlaug landsins. Einnig myndi þetta bæta ímynd Íslands fyrir alla túristana sem fara þangað og umtal þeirra. Ég styð þetta hjartanlega svo lengi sem kostnaður fer ekki úr öllu valdi.
Breyta stúkunni í Botanic hitabeltis garð. Setja glervegg og loka henni. Hafa suðræna stemmingu með gróðri og hita. Baðgestir geta rölt um garðinn á milli þess að fá sér sundspretti. Þetta er jafnvel minna vitlaust en að hafa pálmatré í glerhúsi á Íslandi :-)
Leiðinlegt að sjá hversu léleg hún er orðin, væri algjört æði að sjá hana í betra viðhaldi því hún er svo flott!
Vá vá vá þetta er æði!
Eitt af kennileitum 105/104 og væri synd að láta hana grotna enn frekar niður. Viðhald verður enn fremur þeim mun dýrara eftir því sem tíminn líður
Það er löngu tímabært að stúka laugadalslaugar verði endurbætt eins upprunalega og hægt er en það þarf að tengja hana við laugina og mannlífið þar með einhverju móti. Það mætti td koma fyrir í stúkunni flytjanlega gróðurreiti með blómum og fjölbreyttum lággróðri og jafnvel heitum pottum.Til viðbótar má byggja þar upp aðstöðu fyrir uppákomur, tónleikahald og útileikhús. Sett verði upp viðeigandi lýsing þegar myrkur er
Frábær hugmynd, skömm að nýta þetta fallega mannvirki ekki betur.
Rífa þetta.mannvirki. Alltof dýrt að laga mannvirki sem aldrei hefur verið notað.
Stúkan er í það lélegu ástandi að það þyrfti að endursteypa hana sem myndi kosta offjár. Held að peningunum væri betur varið í eitthvað annað.
Það er ekki búið að halda almennilega við stúkuna og viðhald á henni er gríðarlega mikilvægt til þess að halda þessari stúku fyrir laugardalslaug og þess minnisvarða sem stúkan er fyrir reykjavíkurborg!
Væri æðislegt að fá að sjá stúkuna blómstra á ný ❤️
Múrinn/grunnurinn á stúkunni var skoðaður um árið og er enn í góðu lagi þannig það er vel hægt að laga stúkuna. Veit þetta þar sem ég starfa hjá lauginni. Það stenst því ekki þegar fólk er að segja að henni sé ekki viðbjargandi. Þeir sem brenna fyrir því að láta laga önnur húsnæði mega endilega búa til sína eigin tillögu í stað þess að rífa tillögur annarra niður ❤️✌️
Stúkan er verðugur minnisvarði í hverfinu og hægt væri að nota hana t.d. fyrir veitingasölu
Stúkan er í raun frábær fyrir það eitt að sýla laugargestum fyrir norðanáttinni sennilega yrði heldur næðingssamt ef hennar nyti ekki við
Hvort sem breyta þarf stúkunni vegna skemmda, rífa hluta hennar og laga rest þá þarf nauðsynlega að fara í lagfæringar. Tek reyndar undir með Magnúsi Ben um að það þurfi að huga að viðhaldi skóla og leikskólanna líka en það á bara að vera partur af rekstri borgarinnar en ekki átaksverkefni í hverfiskosningu.
Málið er að Reykjavíkurborg/starfsfólk rvk borgar heldur að peningar vaxi á trjám og er að eyða alltof miklum pening í allskonar gæluverkefni, eins og þetta. Ég er því alfarið á móti endurnýjun þessa stúku þar sem hún væri sennilega einungis notuð í 3 mánuði á ári þar sem utur brúnaðir táningar nota hana sem tan svæði. Þetta er því peningasóun í fyllstu merkingu og ætti því hiklaust að rífa hana niður heldur en að dæla fjármangi í hana svo hún geti verið notuð í nokkra daga á ári.
Stúkan öll..Væri frábært að gera stórt gróðurhús með aðstöðu fyrir fólk að sækja ferskt grænmeti og ávexti
Þetta er í svo skelfilega lelegu ástandi að eg tel það vera hagkvæmara að rífa hana niður og nota peningana i eitthvað skynsamlegra en ekki einhver gæluverkefni. Byggið frekar husnæði fyrir folk sem hefur það bagt eða LAGA HELVITIS SKÓLANA YKKAR SEM ERU ALLIR UT I MYGLU. Þetta er ekki flókið.
Alveg nákvæmlega enginn tilgangur í þessari stúku, sérstaklega eftir að innilaugin varð aðal-keppnislaugin og er með stúku. Er yfir höfuð eitthvað keppt í útilauginni lengur?
Held að það væri betra að rífa þetta en laga. Þetta er aldrei notað og þar af leiðandi engin þörf fyrir þetta.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 – 2021 þar sem endurbætur eru fyrirhugaðar á Laugardalslaug og útisvæðinu þar á næstu árum og fer þessi hugmynd áfram sem ábending í þá vinnu. Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation