Flokkunargáma í gamla 101 vesturbæ

Flokkunargáma í gamla 101 vesturbæ

Hvað viltu láta gera? Koma fyrir flokkunargámum eins og við vesturbæjarlaug (sem var gott framtak á sínum tíma) á fleiri stöðum miðsvæðis. Markmiðið með þessum flokkunargámum er jú að bæta umgengni við náttúru en þar sem engir gámar fyrir urðun á plasti og pappír eru í göngufjarlægð þarf ávallt að ferma ruslið í bíl. Meirhluti þeirra sem nýta flokkunargámana við vesturbæjalaug ferjar ruslið þangað á bílum!! Hvers vegna viltu láta gera það? sjá að ofan

Points

Frábært framtak, það er algjört rugl að þurfa að burðast með flöskur og dót fleiri kílómetra til þess að fá þær flokkaðar. Það er fáránlegt hversu óaðgengilegt þetta er, sérstaklega fyrir þau okkar sem ekki eiga bíl. Það er afar erfitt að ætla sér að taka hátt í heilan klukkutíma af deginum í það að ganga með endurvinnsluna langar leiðir, svo ekki sé minnst á hversu óaðgengilegt það er. Mun betra væri að geta gengið með þær niður götuna. Þessu má fjölga, og hratt!

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Þín hugmynd var ekki metin tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem ekki er um að ræða eiginlega nýframkvæmd. Fjölgun og staðsetning grenndarstöðva er í ferli annars staðar í borgarkerfinu og verður þessari hugmynd komið áfram sem ábendingu í þá vinnu. Stefnt er að því að íbúar hafi aðgengi að grenndarstöðvum í 500 metra fjarlægð frá heimili sínu eða minna. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information