Hvað viltu láta gera? Bæta við gangstétt eða stíg niður vegmúlann, t.d. með því að fækka bílastæðum vestan við götuna. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að bæta tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur frá Háaleitishverfinu niður í Laugardal, eitt aðal útivistar- og íþróttasvæði Reykjavíkur. Það er mjög góður göngustígur sem liggur milli Síðumúla og Háaleitisbrautar, en hann endar við vestari enda Síðumúla og við taka aðallega bílastæði í Vegmúlanum ef ferðinni er heitið niður í Laugardal.
Finnst einkennilegt að göngustígurinn sem liggur á milli Síðumúla og Háaleitisbrautar endi í Ármúla þegar næsta útivistarsvæði hverfisins er niðri í Laugardal.Mikilvægt að hafa greiðan aðgang að útivistarsvæðum. Samgöngubætur auðvelda aðgengi allra. Virðist ekki vera gert ráð fyrir að fólk með fötlun fari úr Háaleiti niður í Laugardal.
Lítið um hjólastíga niður úr Ármúla
Ég get endalaust stutt þessa hugmynd
Ég geng oft þarna niður og lendi iðulega í sjálfheldu og vandræðalegheitum því ég er að labba yfir bílastæði. Þetta meikar engan sens miðað við hve góðir göngustígar eru uppi við Háaleitisblokkirnar og miðað við að þetta er handhægasta leiðin til þess að komast niður í Laugardal.
Það er talsvert af börnum úr Háaleiti sem fara þarna um til að stunda íþróttir (sund þar með talið) í Laugardalnum, það vantar ekki bara almennilegan gangstíg heldur líka undirgöng undir Suðurlandsbrautina! Það er engin almennileg tenging sem teljast má örugg fyrir börn að fara um milli þessara hverfa, Háaleiti og Laugardals.
Mér finnst þetta vera gríðarlega þörf aðgerð, sérstaklega að bæta tengingu gangandi, hjólandi og fatlaðra úr Háaleitishverfi niður í Laugardal. Mikill fjöldi barna fer á æfingar oft í viku niður í Laugardal og umferðin á Suðurlandsbraut er þannig að maður treystir sér ekki að senda þau ein þar yfir. Helst þyrfti brú eða undirgöng neðst í Vegmúla en þannig væri hægt að tengja göngustíginn í gegnum Háaleitishverfið við hjólaleiðina í Laugardal.
Tek undir öll þau rök sem færð hafa verið fram varðandi umræddan göngustíg. Þetta er góð hugmynd sem þarf að framkvæma. Tel samt tækifæri til að stækka verkefnið og smíða göngu-, hjóla- og hjólastólabrú í framhaldi af göngustígnum yfir Suðurlandsbrautina í Laugardalinn. Það er löngu orðið tímabært að við sættum okkur ekki við að bílabrautir rammi inn hverfin og mannlíf í þeim. Laugardalurinn er útivistar- og íþróttaparadís sem allir ættu að eiga greiðan aðgang að. Brú sem fyrst, takk fyrir.
Laugardalurinn er frábært svæði fyrir bæði íþróttaiðkun og útivist, enda mjög margir í Háaleitishverfi og nágrenni sem nýta sér svæðið. Vegmúli+Suðurlandsbraut er stór hindrun í þessu samhengi! Foreldrar í hverfinu þurfa að óttast um börn sín ár eftir ár þegar þau sækja æfingar í Laugardalnum allt árið. Umferð um Suðurlandsbrautina er mjög þung og gönguljósin sérstaklega hættuleg út af hliðarumferð frá beygjuljósum. Það þarf undirgöng eða brú við Suðurlandsbraut til að tengja hverfin.
Það er með ólíkindum hversu slæmt aðgengi gangandi vegfarenda er úr Háaleitishverfinu niður í íþrótta- og útivistasvæðið í Laugardal. Niður Vegmúlann er brýnt að gerður sé breiður stígur, aðgreindur fyrir hjólandi og gangandi. Þá þarf að vera göngubrú yfir Suðurlandsbrautina, helst einnig yfir Ármúlann.
Góð hugmynd og í raun nauðsynleg framkvæmd. Helst þyrfti að ganga enn lengra og breyta Vegmúla þannig að einungis verði ein akrein í hvora átt fyrir bíla. Þá mætti hafa göngu- og hjólastíg í öndvegi og tengja hann beint inn á græna svæðið við Fjölbrautarskólann í Ármúla. Með því myndast ein heild frá Laugardal upp í Ármúla og þaðan inn í Háaleitishverfið. Hér þyrfti einnig að gera ráð fyrir betra aðengi fyrir gangandi og hjólandi yfir Suðurlandsbraut eins og fleiri benda á.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er nú þegar í ferli annars staðar innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation