Betra aðgengi að hleðslustöðvum fyrir rafbíla

Betra aðgengi að hleðslustöðvum fyrir rafbíla

Hvað viltu láta gera? Í hverfinu eru margir rafbílaeigendur, en fyrir þau sem ekki eiga einkabílastæði er erfitt að koma fyrir heimahleðslustöð. Borgin hefur nú þegar sett upp hleðslustöðvar í miðbænum, í borgartúni ofl, frábært væri að hafa þær víðar og helst þannig að sem flest geti skilið bílinn sinn eftir þar og labbað heim. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að gera fleiri íbúum í hverfinu kleift að eignast rafbíl

Points

Frábær hugmynd. Um að gera að nota bílastæði við skóla, sundlaugar og önnur almenn bílastæði sem borgin á.

Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta sóknarfærið í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Til þess að það sé hægt þá þarf að byggja upp innviði til þess. Reykjavíkurborg ætti að nota tækifærið þegar verið er að endurnýja lagnir og annað sbr. framkvæmdir við Laugalæk/Hrísateig í sumar og setja upp hleðslustöðvar í leiðinni.

Mjög brýnt að fá hleðslustöðvar, þá þurfa íbúar ekki að eiga jafn marga bíla og auðveldara að deila með nágrönnum.

Frábær hugmynd. Sjálfur á ég rafbíl og bý í blokk í Túnunum og get ekki hlaðið heima, þarf að reiða mig alfarið á hleðsluna við Höfða.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða að rafhleðslustöðvum er á nokkrum stöðum ágætur en á mjög mörgum stöðum mjög slæm. Meira að segja mjög víða sleppt hleðslustöðvum í stæðum fatlaðra í bílastæðahúsum á vegum borgarinnar. Eru hreyfihamlaðir ekki á rafbílum ?

Frábær hugmynd.

Það þarf varla að orðlengja rökin fyrir þessu svo augljós eru þau. Ég veit að það er byrjað að útbúa svona í hverfinu en betur má ef duga skal og það þarf að klára það sem þegar er hafið. Kannski þarf að tuða við OR eða einhvern annað fyrirtæki varðandi það sem er hafið en endilega ýta á að klára það og halda áfram. Við blokkarbúar látum okkur dreyma um rafbíla eins og aðrir og viljum leggja okkar af mörkum

Sérstaklega að fólk geti nýtt tímann sem það er í ræktinni/sundi í laugardalslaug að hlaða bílinn á meðan.

Mjög mikilvægt og þarft mál!

Góð hugmynd. Það væri til dæmis hægt að setja upp hleðslustæði í hornum á bílastæði Laugardalslaugarinnar þar sem íbúar í hverfinu gætu hlaðið bíla á kvöldin og nóttunni þegar bílastæðið stendur tómt og ónotað. Það myndi hjálpa mér að skipta yfir í rafbíl því ég hef ekki aðstöðu fyrir utan mitt hús í næstu götu.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Fjölgun og uppbygging hleðslustöðva í borginni er í ferli annars staðar í borgarkerfinu og verður hugmyndum um staðsetningar hleðslustöðva komið áfram sem ábendingum í þá vinnu. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information