Aðskilja hljólaumferð frá gangandi í Elliðaárdal

Aðskilja hljólaumferð frá gangandi í Elliðaárdal

Hvað viltu láta gera? Setja annan stíg í Elliðaárdal fyrir hjól, hlaupahjól og vespur - rafknúna umferð og aðra hraða umferð. Þetta mætti t.d. gera í áföngum, byrja í miðjunni þar sem mest af fólki er og útvíkka svo upp og niður Elliðaárdalinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Göngustígar í Elliðaárdal eru sprungnir! Gangandi vegfarendur, hlaupahjól (flest rafmagns), hjólreiðamenn á 40-50km hraða, hundar, skokkarar og hlaupahópar, vespur á fullri ferð með nokkra unglinga á hverju tæki - þetta er allt of mikið fyrir 1,5m (eða hér um bil) breiðan stíg. Aðskilja þarf umferð þeirra sem koma á mikilli ferð (reiðhjól, vespur, hlaupahjól) frá gangandi og hlaupandi vegfarendum með því að koma upp öðrum stíg fyrir slíka umferð. Þetta minkar slysahættu og eykur klárlega ánægju fólks að geta notið þessarar útivistarparadísar sem dalurinn er.

Points

Góð hugmynd og mætti gjarna byrja á stígnum sem liggur norðan megin við árnar, næst einbýlishúsahverfinu, því þar er mest umferð.

Það er löngu tímabært að ráðast í þessa framkvæmd áður en það verður árekstur þarna á milli gangandi og hjólandi.

Mikil þörf á að aðskilja göngustíg fyrir hjól og gangani umferð, náttúruperla sem dásamlegt er að njóta en maður er oft hálf stressaður því það koma hjól á miklum hraða, hlaupahjó og oft á tíðum hlaupahópar á móti eða afan að.

Styð þetta heilshugar. Það eru mjög margir farnir að nýta dalinn til útivistar eða til að koma sér til og frá vinnu. Stígarnir fyrir ofan Árbæjar"stífluna" sitt hvoru megin við ánna (Árbæjar- og Breiðholtsmeginn) eru engan veginn að valda þeirri umferð sem þar er. Þetta er öryggismál auk þess sem það skapar frekari forsendur fyrir því að fólk geti hjólað/gengið til vinnu á öruggan og umhverfisvænan hátt.

Þetta er náttl. búið að hluta til sunnan megin við árnar en þarf að gera norðan megin líka. Í Elliðaárdalnum verður auðvelt að gera þetta nú þegar rekstri Elliðaárstöðvar er lokið, því það má taka gömlu þrýstivatnspípuna sem er hvort sem er orðin fúin og ónýt og þar er gott stæði fyrir göngustíg. Hjólin geta verið áfram á veginum.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem uppbygging hjólreiðastíga er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Aðskildir hjóla- og göngustígar eru í samræmi við deiliskipulag Elliðaárdalsins og verður framkvæmt í áföngum á næstu árum. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information