Hvað viltu láta gera? Klára malbikun á göngustíg neðan við Hamrahverfið og framhjá Gufunesinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Byrjað var á framkvæmdum fyrir 2-3 árum og malbikaður smá kafli fyrir neðan Harmahverfið en það svo aldrei klárað. Þetta er falin útivistaperla og yndislegt að ganga þarna í góðu veðri en göngustígurinn verður að drullusvaði og illfær í leysingum og blautu veðri. Hvernig væri nú að klára dæmið!
Vil endilega bara fá betri malarstíg, miklu betra að ganga á svoleiðis heldur en á malbiki. Einnig ekki eins hált á veturna.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem þetta verkefni hefur nú þegar verið framkvæmt eða er á framkvæmdaáætlun. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Finnst rétt að benda á að þetta er vinsæll fjallahjólakafli vegna þess að hann er ekki malbikaður. Er þó ekki á móti þessari tillögu.
Ástæðulaust er að malbika alla stíga í hverfinu. Þetta er rótgróin gönguleið, mjög róleg og góð. Gott er að ganga á mölinni sem er betra undirlag í göngu en malbik. Hálka á vetrum er minni á malarstíg en ef malbikiða er. Ofaníburður í mölina væri fínn af og til. Aftur á móti mætti gjarnan setja bekki og jafnvel ljós. Mjög gjarnan má taka þetta malbik sem sett var en bæta aðgengi niður á stíginn frá malbikaða stígnum kringum Hamrahverfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation