Hundagerði

Hundagerði

Hvað viltu láta gera? Það væri frábært ef það væri afmarkað svæði einhverstaðar í Grafarvoginum þar sem hægt væri að sleppa hundum lausum og þeir geta ekki sloppið í burtu og týnst Hvers vegna viltu láta gera það? Ég er nýkomin með hund sem er enn voða lítil og væri til í að geta leyft henni að hlaupa um með öðrum hundum í öruggu umhverfi.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Kosið var um hundagerði í Hverfið mitt 2018 sem hefur verið framkvæmt og er hjá Hallsvegi við endann á Berjarima. Svipuð hugmynd sem snýr að hundagerði í Grafarvogi komst áfram og stendur til boða í uppstillingu kjörseðils sem sjá mér hér: https://betrireykjavik.is/post/28617. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedils-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Gerðið verður þá að vera smáhundaöruggt, með girðingu alveg niður og passa að hurðin inn að gerðinu sé ekki með stórum opum á. Gerðið sem er nú þegar er ekki smáhundaöruggt og því ekki hægt að leyfa þeim að hlaupa frjálsum þar.

Það er rétt að það er míní-fláki afgirtur við Hallsveg. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki notað er að það er ALLTOF lítið og einstaklega óvistlegt og óaðlaðandi...bæði staðsetningin og aðstaðan.

Væri frábært að fá stórt gerði í Grafarvoginn þar sem stórir hundar geta hlaupið um. Það mætti gera að erlendri fyrirmynd þar sem fólk getur hist og fólk og hundar geta gengið og hreyft sig saman. Þarna þyrfti líka góða aðstöðu til að setjast niður. Þetta gerði mætti gjarna vera austanmegin í voginum td nálægt golfvellinum. Gerðið verður að hafa háa girðingu en einnig að vera vel lokað að neðan fyrir litlu hundana.

Það er mjög góð hugmynd því hundagerðið í grafarvoginum er til skammar og ekkert spes miða við annarstaðar

Ef það á að gera hundagerði verður það að vera stórt þannig að stórir hundar sem þurfa útrás geta fengið að hlaupa um. Gerðið í gufunesi er djók og það er ástæðan fyrir því að það er ekki notað er vegna þess að það er alltof lítið.

Lýst vel á þessa hugmynd. Vantar alveg lausagöngusvæði fyrir hunda í Grafarvogi

Væri frábært að nýta fallega náttúru Grafarvogs fyrir hundagerði sem lægi t.d. að sjónum, sambærilegt við stóra hundasvæðið sem er við Akureyri. Litla hundagerðið við Hallsveg virkar engan veginn og er mjög lítið/ekkert notað.

Það er hundagerði við Hallsveg. Fer mikið þar um en sé aldrei fólk né hunda. Tæpast ástæða að bæta öðru við ef nýtingin er nánast engin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information