Hvað viltu láta gera? Setja gangbraut við Olís Hvers vegna viltu láta gera það? Þegar komið er upp úr undirgöngum sem liggja á milli Hamrahverfis og Foldahverfis þarf að fara yfir götuna sem er inn-/útkeyrsla að Olís. Ökumenn þar keyra óvarlega og oft hefur verið stutt í slys. Gangbraut tryggir gangandi vegfarendum, t.d. börnum á leið í skóla réttinn yfir götuna og vonandi vekur það ökumenn til umhugsunar áður en keyrt er þarna um (sum börn í Foldahverfinu fara í Hamraskóla, mörg börn úr Hamrahverfinu fara þarna yfir á leið t.d. á æfingar og allir unglingar Hamrahverfisins (8.-10. bekkur) fara þarna um á leið í Foldaskóla). Einnig þarf að bæta lýsingu við gangbrautina sem er þarna rétt hjá sem þverar Fjallkonuveginn.
Segir sig sjálft..
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/ Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Börn úr Hamrahverfi fara í Foldaskóla á unglingastigi. Þau sem velja að ganga eða hjóla þurfa að fara yfir þessi gatnamót sem eru ekki með forgang á gangandi vegfarendur. Aukum öryggi barnanna og annarra vegfarenda með því að setja gangbraut á þennan stað.
Af hverju ekki lengja undirgöngin svo að börnin þurfi ekki að labba yfir?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation