Hvað viltu láta gera? Gera sparvöll og endurhanna leikvöll à túni hjà matjurtagörðum við Jöklaborg. Svæðið bíður upp à mikla möguleika en er frekar illa nýtt t.d. er grasvöllur à þessum slóðum notaður sem göngustígur, eins er leikvöllur sem mætti gera snyrtilegri og betri. Gera ætti sparkvöllur à túninu þar sem matjurtagarðar endar (nær Krónunni). Best væri að hafa sex mörk. ( 4 à skammhlið og 2 à langhlið) þannig næst betri nýting à vellinum. Það væri hægt að nota þær grænu grindur/ hlið sem er núna à þeim velli sem er aldrei notaður. À leikvellinum ætti að setja upp ærslabelg, laga til og skipta um undirlag og setja viðhaldsfría bekki. Hvers vegna viltu láta gera það? À þessu svæði er sparkvöllur og leikvöllur í dag en sàrafàir eru að nota þessa aðstöðu eins og staðan er i dag. Með þessum framkæmdum er hægt að fà betri nytingu à svæðinun, eins væri hægt að efla rækturargarða samhliða bættu umhverfi, þar sem góð afþreyging yrði í boði fyrir fjölskyldur. Eins vantar meiri afþreygingu fyrir börn sem búa efst i Seljahverfi.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Breiðholts á fimmtudaginn næstkomandi þann 15. apríl milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/184485366578370/. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Hluti þinnar hugmyndar sem fól í sér ærslabelg var fjarlægt úr þessari hugmynd og sameinað við aðra hugmynd um ærslabelg í Seljahverfið þar sem að ýmsu þarf að huga þegar verið er að velja staðsetningu ærslabelgja. Horfa þarf til fjarlægðar frá íbúðarhúsnæði, hávaðamengunar og aðgengis. Þarf að vera á opnu svæði í borgarlandi og nóg rými og pláss fyrir belginn. Svæðið þarf að vera tiltölulega slétt, ekki í halla, og jarðvegur má ekki vera grýttur. Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Svo sammála þessari hugmynd. Í núverandi mynd er þetta svæði ekkert nýtt. Þetta myndi breyta ásýnd svæðisins til hins betra.
Sammála þessu, í þennan hluta Seljahverfis vantar betri aðstöðu fyrir börn hvað varðar leiksvæði. Þetta yrði mikið notað af börnum í hverfinu og gæfi svæði sem nú er ekkert notað mikla lyftingu og myndi passa vel inn î skipulag svæðisins
Svo frábært svæði sem hægt er að nýta svo vel! Gott skjól og fjarri bílagötu. Leiksvæðið sem er þar fyrir er vel nýtt og verður það efalaust betur nýtt ef bætt verður við ærslabelg.
Styð þetta, vantar ærslabelgi í hverfið og margir hafa kallað eftir þeim. Yrði mikið notað af ungum sem öldnum.
Sammála jóa, mjög góð hugmynd, mjög lítið notað þetta svæði, vantar fjör og líf á þennan stað😊
Hjartanlega sammála um að gera að nýta svæðið betur
Ónotað svæði sem passar mjög vel fyrir þessa hugmynd! Mikið af börnum og unglingum á svæðinu sem fagna þessu án þess að þrengt sé að íbúðarhúsum með hávaða
Frábær hugmynd, verður mikið notað.
Kæri hugmyndahöfundur Þín hugmynd var valin á uppstillingarfundi til þess að vera á kjörseðli hverfisins í kosningunni í Hverfið mitt næsta haust. Uppstilling kjörseðila fyrir kosningarnar fór fram á fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Nánari upplýsingar hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og niðurstaðan er að margar frábærar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. Til þess að auka líkurnar á því að þín hugmynd verði kosin til framkvæmda sumarið 2022 getur þú kynnt hugmyndina fyrir nágrönnum þínum og hvatt þau til þess að taka þátt í kosningunni í haust. Við sendum þér póst og minnum þig á þegar að því kemur. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Kæri hugmyndahöfundur, kosningu í verkefninu Hverfið mitt lauk þann 14.október sl. niðurstöður kosninga má sjá á www.hverfidmitt.is, Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022. Þín hugmynd hlaut ekki kosningu að þessu sinni. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation