Hvað viltu láta gera? Opna eða taka niður grjótgarðinn umhverfis Þjóðarbókhlöðuna. Hvers vegna viltu láta gera það? Garðurinn við Þjóðarbókhlöðuna er einn fallegast garður Vesturbæjarins, jafnvel Reykjavíkur. Því miður er nánast ómögulegt að komast þangað nema príla yfir grjótgarðinn sem umlykur garðinn. Ef hann er opnaður eða tekinn niður verður garðurinn aðgengilegur.
Hljómar mjög vel. Nú er bara hægt að komast inn suðvestan megin (undir aðalinngangi Þjóðarbókhlöðunnar) og vestan megin (við bílastæðin, sem er ekki mjög skemmtilegur inngangur). Auðvitað ætti að vera að minnsta kosti einn aðlaðandi og áberandi inngangur á hverri hlið (ef ekki væri gengið svo langt að taka vegginn alveg niður).
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna / valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Já ég lenti í því að festast þar um daginn, en notaði parkour kraftana mína til að sleppa. Ég myndi kannski ekki ganga svo langt að fjarlægja allann grótagarðinn (það eru margar skemmtilegar fléttu og mosategundir sem eiga heima þar núna) en það væri æskilegt að opna hann betur svo það væri hægt að fara í gengum hann.
Það væri nóg að opna á nokkrum stöðum, óþarfi að taka hann alveg, hann veitir skjól og er líklega mikilvægur partur af hönnun garðsins.
Þessi veggur er garðurinn. Ekkert mál að klifra yfir og tveir staðir þar sem hægt er að fara inn án þess að klifra. Get ekki ímyndað hvernig breytingar á þessari fallegu hleðslu ættu að vera til bóta. Að leggjast í hallann móti sólu að sumri er afar indælt, mæli með!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation