Hvað viltu láta gera? Setja upp gangbraut á Hofsvallagötu og að eitt til tvö bílastæði við sundlaug verði tekin undir gönguleið frá KaffiVest að Hagavagni og síðan sundlaug. Hvers vegna viltu láta gera það? Er orðin mikil umferð gangandi þarna og því tímabært að setja upp gangbraut og auka öryggi gangandi. Taka um leið bílastæði við sundlaugina og opna gönguleiðina alla leið að sundlaug. Best væri og eðlilegast að farið væri í þessa framkvæmd strax af borginni án þess að þurfa að kjósa um hér og eyða fé af Hverfið mitt sem á að vera eitthvað skemmtilegt
Löngu tímabært. Með tilkomu Kaffihúsins og Brauð&co er komið meira líf á þetta svæði og margir fara á milli kaffihúsins og sundlaugarinnar sem er oft mjög torfært fyrir gangandi vegfarendur.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Við fyrstu sýn virðist þetta góð hugmynd en ég leggst gegn henni af fjórum ástæðum. Í fyrsta lagi eru ljósastýrð gangbrautarljós í örskotsfjarlægð frá Kaffi Vest og Vesturbæjarlaug - gegnt Melabúðinni. Í öðru lagi er þrenging af þessu tagi slysagildra fyrir akandi og hjólandi vegfarendur sem geta fyrir slysni lent á þessum steypuklumpum. Í þriðja lagi tefja þrengingar fyrir snjómoksturstækjum og í fjórða lagi kostar þetta allt peninga sem betur er varið í eitthvað annað þarflegra.
Svo hjartanlega sammála. Á þessu svæði er að verða til aðlaðandi kjarni sem bílarnir verða einfaldlega að virða. Það gera þeir hins vegar bara með leiðsögn. Hefur þetta ekki heppnast vel á Birkimelnum!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation