Handrið eða kaðlar meðfram bryggjunni í Bryggjuhverfinu

Handrið eða kaðlar meðfram bryggjunni í Bryggjuhverfinu

Hvað viltu láta gera? Setja handrið eða kaðla meðfram bryggjunni í Bryggjuhverfinu svipað því sem gert hefur verið úti á Granda. Hvers vegna viltu láta gera það? Bryggjan er varasöm eins og hún er núna. Hún mun líka líta mun betur út með þessari breytingu.

Points

Það vantar upp á öryggi eins og þetta er útfært núna, svo gefur þetta líka fallegt yfirbragð.

-Bætt öryggi fyrir gangandi vegfarendur -Fegrar umhverfið við Bryggjuna -Sjá til samanburðar bryggju í Bryggjuhverfi í Kópavogi, við Naustavör

Hætta skapast meðfram bryggjunni þar sem krakkar hjóla og hlaupa meðfram henni og gera sér ekki fyllilega grein fyrir stórhættunni sem er að detta þarna fram af meðan allt er svona opið sem er í besta falli glæfralegur frágangur í svona barnahverfi

Eykur öryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yrði auk þess mikið prýði fyrir bryggjuna sem i dag er farin að láta á sjá.

Bætir bæđi àsýnd og öryggi bryggjunar

Góð hugmynd, allt of mikil hætta eins og þetta er núna.

Öryggi vegfarenda og þá sérstaklega barna er verulega ábótavant við núverandi ástand. Í hverfinu er fjöldi barna og fer þeim fjölfandi með nýjum byggingum sem eru i framkvæmd.

Öruggara og fallegra

Það er alveg nauðsynlegt að setja þarna eitthvað sem hindrar fall niður í grjótið fyrir neðan. Það er hátt fall niður og viðbúið að stórslys gæti hlotist af. Þetta er brýnt öryggismál, sérstaklega fyrir börn hverfisins. Að auki myndi þetta bæta ásýnd bryggjunnar.

Það er óásættanlegt að hafa ekki handrið meðfram bryggjunni. Ekki er með góðu móti hægt að leyfa börnum að ganga meðfram bryggjunni án þess að þau séu leidd eða í öryggisól

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/ Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Það er þörf fyrir slíka lausn á brýnum vanda. Tíu ára dóttir mín á hjóli féll fram af bryggjunni og fallið ofan í fjörugrjótið var hátt. Hún brotnaði á báðum höndum en var heppin að sleppa við höfuðmeiðsl (hjálmurinn!). Til að tryggja öryggi barna og fullorðinna á bryggjunni þarf að hækka bryggjustöplana og setja kaðla bæði efra og neðra.

það er hættulegt að hafa þetta eins og það er .. Betra að hafa bönd .

Eykur öryggi allra sem labba þarna hvort sem það eru börn eða fullorðnir. Óásættanlegt að það séu ekki kaðlar eða handrið þarna í dag.

Börn hafa farið fram af bryggunni mjög meðmæltur því að setja hindrun þarna

Bætt öryggi fyrir alla sem fara þarna framhjá sérstaklega börn. Óásættanlegt eins og þetta er.

Öryggisatriði fyrir alla og fallegra útlit.

Bráðnauðsynlegt öryggismál. Ekki myndi fallegt útlit skemma fyrir!

Þetta er bráðnauðsynlegt og í raun alveg óskiljanlegt og óásættanlegt að ekki skuli löngu vera búið að ráða bót á þessu. Bryggjan er stórhættuleg fyrir yngri börn enda hafa orðið slys þarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information