Tjörn við leiksvæði

Tjörn við leiksvæði

Hvað viltu láta gera? Móta tjörn/tjarnir norðvestan við leikvöll (róló) í miðju hverfinu. Þarna þarf að halda áfram með endurheimt votlendis og hjálpa votlendisgróðri að koma sér á skrið, auka líffræðilega fjölbreytni í gróðri og dýralífi. Tjörn og votlendisumhverfi í miðju hverfinu myndi gera sterkari heildarsvip fyrir svæðið, sem samkomu stað. Þarna er útigrill svæði, leikvöllur, aparóla og ýmis leiktæki og gróður. Tjörn eða tjarnir væru punktur yfir i-ið. Hvers vegna viltu láta gera það? Þarna er votlendi sem var áður framræst. Fyllt var upp í skurði og örfáum trjám plantað en flötin er mýrblaut og erfið til sláttu. Svæðið nýtist illa eins og það lítur út í dag og trén hafa ekki gott af þessu umhverfi. Hvernig væri að snúa vörn í sókn og endurheimta votlendi alla leið? Sýna samfélagslega ábyrgð á litlum skala skiptir líka gríðarlega miklu máli fyrir heildina. Fá sérfræðinga Votlendissjóðs til að meta stöðu svæðisins.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna / valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Mjög góð hugmynd sem bætir lífríkið, fegrar umhverfið og við íbúar njótum.Já takk. Annars verður þetta svæði áfram bleytu svæði, og er einskis-manns land.Ekki fallegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information