Lækurinn við Lækjargötu

Lækurinn við Lækjargötu

Hvað viltu láta gera? Gerum lækinn sýnilegan og útbúum fallegan steinhlaðinn farveg fyrir hann meðfram Lækjargötu. Hvers vegna viltu láta gera það? Undir Lækjargötunni rennur lækurinn sem gatan er kennd við. Í meira en heila öld hefur hann runnið í stokk þangað sem honum var veitt árið 1911. Ástæða þess var ólykt og óþrifnaður þar sem að í lækinn rann þá skolp úr nærliggjandi húsum. Það hefur margoft verið stungið upp á því að lækurinn fái að renna í fallegri umgjörð vegfarendum til ánægju. Einhverra hluta vegna hafa kjörnir fulltrúar þó ekki brugðist við þessu ákalli.

Points

Hætta á að drukkið fólk detti í lækinn. Það er ekki hægt að fyrirbyggja allt. Fólk dettur líka í tjörnina. Kannski safnast drasl í lækinn sem ekki verður augnayndi. Miðað við stefnu borgaryfirvalda ætti ekki að vera bílaumferð þarna en þeir sem elska bíla myndu færa það sem rök að það þrengdi að þeim

Uppbygging umfangsmikilla kjallara meðfram vestanverðum Kalkofnsvegi gerir það því miður að verkum að illmögulegt er að tengja hugsanlegan yfirborðsfarveg um Lækjargötu við sjóinn. Þess vegna er ekki víst að opin lækur geti gengt hlutverki lækjarins forna, við að flytja vatn úr Tjörninni til sjávar. Það kemur þó ekki í veg fyrir að kanall til fegrunar verði hluti af gatnagerð.

Þó opinn lækur í Lækjargötu geti að öllum líkindum ekki flutt vatn úr Tjörninni til sjávar án dælinga, þá er engu að síður þörf fyrir flutning ofanvatns um Lækjargötu. Ef til vill mætti útfæra lækinn þannig að hann rynni að hluta "upp í móti", samanber umfjöllun um svæði 15 og 22-24 í https://www.veitur.is/sites/veitur.is/files/atoms/files/vatnsmyri_-_ofanvatnsaaetlun_-_frumhonnun.pdf

Alltaf hugsað hvað það væri skemmtilegt að hafa lækinn sýnilegan frá tjörninni og niður að sjó. Nálægð við vatn eykur fjölbreytileikann og hefur góð áhrif á geðið. Gaman að labba meðfram læk og ekki værri verra ef eitthvað líf væri í vatninu sem hægt væri að sjá. Gullfiskar og aðrir fagurfiskar er kannski of bjartsýnt. Mörgæsum þætti of heitt en eitthvað lifandi sem hægt væri að fara í bæinn og sjá. Alltaf t.d. gaman að gefa öndunum þegar það má. Sting upp á að farið verði í hugmyndasamkeppni.

Það væri skemmtilegt að gera lækinn sýnilegan aftur. Gaman og öðruvísi sjónarspil fyrir alla sem leið eiga um.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Um er að ræða svæði sem verkefnið samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins mun taka fyrir á næstu árum. Samgöngusáttmálinn er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Nánari upplýsingar eru hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur-og-fjarskipti/samgonguaaetlun/sattmali-um-samgongur-a-hofudborgarsvaedinu. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information