Hvað viltu láta gera? Ég myndi vilja sjá miklu fjölbreyttari stemningu í Fjölskyldu-hluta Fjölskyldu- og Húsdýragarðisins með því að hafa ókeypis þar inn og setja upp aðstöðu til afþreyingar fyrir alla aldurshópa. T.d. aðstöðu fyrir allskonar götbitasala og götumarkaði, allskonar leiki eins og t.d. frisbee-golf, götukröfubolta, skák og jafnvel boccia í viðbót við öll barnatækin. Og svo mætti bjóða upp á tónleika og sýningar á úti-sviði og jafnvel breyta tjörninni í skautasvell á veturnar. Og svo væri þá hægt að rukka sérstaklega inn í Húsdýragarðinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Ég held að það myndi amk lífga helling upp á svæðið og garðinn ef fólk myndi geta rambað þangað án þess að þurfa reikna með því að borga sig inn til þess eins að horfa á börnin sín skemmta sér. Og þetta myndi mögulega búa til svona Central Park stemmingu þar sem allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Algjörlega sammála.
Sammála! Opna gömlu hliðin og efla nýsköpun.
það er veltilfundið að fjöskyldur gætu farið þarna og notið garðsins og svo mætti rukka séstaklega í Húsdýragarðinn þá væri orugglega betri nýting og meira fólk almennt í garðinum
Mér finnst þetta fín hugmynd. Það mætti alveg selja dagspassa í tækin en hafa annars frítt inn í garðinn og setja þá hlið inn í húsdýrahluta garðsins og selja þangað inn. Það er svona garður í Malmö sem heitir Folkets park (garður fólksins). Þar er einmitt fjölbreytt leiksvæði, söluvagnar (pylsur, vöfflur, ís o.sv.frv.), stórt svið, grasblettir fyrir sóldýrkendur og tjörn sem fólk baðar sig í á sumrin þegar heitt er og svo er hægt að leigja skauta á veturna.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til ÍTR. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedils-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation