Hvað viltu láta gera? Gera upp 50 metra útisundlaugina í Laugardal, hún er orðin gömul og úr sér gengin, dúkur er settur yfir flýsar og er lauginn alls ekki til neinnar prýði. Hvers vegna viltu láta gera það? Halda við fjárfestingu borgarbúa í sundlauginni. Útilaugin hefur fengið að drappast niður allt of lengi.
Án þess að loka henni...
Þetta er þjóðarleikvangurinn okkar og endurbætur á honum eiga EKKI að koma af budgeti hverfisins sem væri þar með nær allt uppurið. Þetta er eitthvað sem ríki og borg eiga að fjármagna saman, ekki íbúar 104 hverfis.
Það þarf vissulega að gera lagfæringar á þessari sundlaug en þetta er á vegum ríkis og borgar að sjá um ekki af fe tekið úr hverfamerktum sjóð
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 – 2021 þar sem endurbætur eru fyrirhugaðar á Laugardalslaug og útisvæðinu þar á næstu árum og fer þessi hugmynd áfram sem ábending í þá vinnu. Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation