Hvað viltu láta gera? Ég mæli með því að gerð verði botngata í Fellsmúla að Síðumúla. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að umferðin þarna er of mikil þegar tekið er tillit til fjölda fólks og barna á þessu svæði og því fjölgar hratt.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Með Miklubraut beint við hliðina á er ekki gott að sjá hverjum það er í hag að Fellsmúli sé gegnumstreymisgata, sérstaklega með auknum íbúafjölda og gangandi umferð á þessu svæði. Að auki er það hvorki umhverfisvænt né manneskjuvænt að Fellsmúli sé 50-gata milli Síðumúla og Grensásvegar. Það ætti að þrengja götuna og lækka hámarkshraða í 30 km/klst þar til samræmis við restina af Fellsmúlanum.
Sem íbúi við fellsmúla finnst mér þetta góð hugmynd - þarna er hámarkshraði 30 km og þegar mest á reynir er keyrt langt yfir hámarkshraða og hoppað á flestum hraðahindrunum. Hryllilegt að komast yfir götuna - hvað þá fyrir öll börnin er búa í fellsmúla með auknu fjölskyldufjölgun. Þetta ytir einnig út i það að fólk verður öruggara að fara yfir götu - i stað þess að eiga það á hættu að vera keyrt niður eins og raun hefur verið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation