Grænt svæði í Safamýri

Grænt svæði í Safamýri

Hvað viltu láta gera? Tryggjum græn svæði í Safamýri með því að búa til fjölnota garð. Hvers vegna viltu láta gera það? Reykjavíkurborg þéttir byggð á næstu árum og virðist ætla að treysta á að rými innan kjarna verði álitin græn svæði. Safamýrargrasið (Framvöllurinn) og svæðið á horni Miklu- og Kringlumýrarbrautar eru sérlega vel staðsett til að nýtast sem stór græn svæði fyrir núverandi íbúa í Háaleitishverfi, og svo þegar byggð rís á Kringlureit. Þarna má sjá fyrir sér fjölnota svæði í anda Valbyparken í Kaupmannahöfn, og Klambratúns. Þarna er pláss fyrir ærslabelgi og hvíldarsvæði og allt þar á milli. Hægt verður að setja upp svæði sem myndi nýtast Álftamýrarskóla sem og öðrum skólum sem náttúrufræðisvæði (tjörn, eða t.d. endurvekja eitthvað af upprunalegu mýrinni).

Points

Vantar sárlega meiri gróður og græn svæði en minni umferðaræðar í hverfinu.

😀

Vantar graent svaedi i þetta hverfi.

Frábær hugmynd. Vöntun á grænum svæðum í hverfinu. Finnst það hræðileg tilhugsun að fyrirhugað sé að byggja á þessu svæði.

Frábær hugmynd! Vantar grænt svæði í hverfið og það myndi styðja vel við þann góða hverfiskjarna sem er í Safamýrinni.

Mjög góð hugmynd. Þetta passar við stefnu borgarinnar um eflingu útivistarsvæða og er í þágu loftslagsmála, loftgæða og lýðheilsu.

Elska að komast í grænt svæði með börnin !

Það vantar fleiri græn svæði fyrir íbúa hverfisins.

Það mundi bæta lífsgæði íbúa hverfisins ef grænt svæði sunnan við Álftaýrarskóla yrði nýtt undir almenningsgarð. Þar mætti e.t.v. vera tennisvöllur, grillaðstaða, ærslabelgur, aparóla, klifurgrindur og trjágróður. Þessi græni bettur gæti líka verið nýttur til tengingar yfir í væntanlegt íbúðahverfi sunnan Miklubrautar þ.e. Þegar Miklabraut verður komin í stokk við Kringluna.

Við búum við mikla umferð bíla allt í kringum skólann, því er nauðsynlegt að börnin í þessu hverfi hafi gott og grænt svæði til að leika sér á.

Fegrar Borgina og gerir svæðið heilsusamlegra, það nóg mengun hér fyrir.

Halda fólki útivið í nánd við heimili sín. Þurfa ekki að “keyra” burt og menga til að njóta náttúrunnar. Ég á 5 barnabörn í Safamýri sem ég vil njóta með. ❤️

Mjög góð hugmynd, íbúar hverfisins þurfa andrými og það vantar sannarlega skemmtilegt svæði til útivistar í hverfinu sem gæti orðið eins konar miðpunktur eða hjarta hverfisins. Það myndi efla og bæta hverfisbraginn og þar með lífsgæði íbúa sem verður bara mikilvægara með fyrirhugaðri aukningu íbúa á svæðinu. Styð þessar tillögu heilshugar.

Það sárvantar græn almenningssvæði í Háaleitishverfi og það myndi vera mikill yndisauki fyrir alla íbúa í hverfinu ef 1) það yrði ekki frekari þétting á byggð í hverfinu (hverfið er þéttbyggt fyrir með mörgum fjölbýlishúsum), og 2) sá hluti Fram-svæðisins sem ekki fer undir áframhaldandi íþróttastarf yrði nýttur sem fjölnota garður/grænt svæði. Það er líka mikilvægt að halda umferð í kringum skólann í lágmarki og þétta ekki frekar byggð í kringum hann.

Frábær hugmynd, tel að svæðið ætti að nýtast í einhverskonar útivistarsvæði í stað þéttingu byggðar. Að halda þessu svæði grænu er lýðheilsumál og skiptir miklu máli fyrir börnin sem eru í leikskólanum og grunnskólanum sem eru alveg upp við þetta svæði. Væri síðan frábært ef svæðið gæti nýst báðum þessum skólum í útinám.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Svæðið sem um ræðir er í uppbyggingu og/eða breytingar fyrirhugaðar á komandi árum og því ekki tímabært að kjósa um að svo stöddu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information