Hvað viltu láta gera? Fjarlægja girðingarnar sem eru milli akstursstefna á hluta Suðurgötunnar. Hvers vegna viltu láta gera það? Vírgirðingarnar torvelda för fólks sem ætlar að komast frá Þjóðminjasafni í Þjóðarbókhlöðu og öfugt. Þessi grindverk eru sett upp samkvæmt áratugagamalli hugsun sem gengur út á að aðskilja samgöngumáta og auka hraða á umferðargötum. Suðurgatan sker hinsvegar í sundur háskólasvæðið okkar og mikill fjöldi fólks þarf að fara yfir hana á hverjum degi. Sem betur fer er Suðurgatan ekki umferðarþung og hraðinn ekki mikill og því mjög eðlilegt að fólk fari yfir götuna „beint af augum“, jafnvel þótt ágæt gönguljós séu á 3 stöðum.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Það ætti helst að fækka akreinum um eina í hvora átt. Ef það er ekki gert þá er þetta í það minnsta bót.
Eflaust voða gott að geta hlaupið yfir eins og hverjum hentar en eftir að hafa upplifað tvö dauðaslys þar sem fólk var einmitt að gera þetta þá er ég á móti - höfum aga, göngum á gangbrautum
Ég er algjörlega sammála. Ég vil geta farið yfir götur hvar og hvenær sem ég vil! Þetta hjálpar síðan að hægja á bílaumferð, þar sem bílarnir þurfa að fylgjast betur með fólki á vappi. Allt til að berjast gegn skilum á milli umferðar og gangandi! Myndi vilja sjá sama gerast meðfram Miklubraut á milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar, sem hefur gert meira til að kljúfa Hlíðarnar í sundur en nokkurn tímann Miklubrautin sjálf.
Ég er mjög ósamála. Vegfarendur eiga ekki að ganga hvar sem er yfir umferðaþungar götur, girðing eða ekki, til þess eru gangbrautir og göngubrýr sé það kostur. Aðstæður fyrir gangandi vegfarendur eru hins vegar ekki góðar á þessu svæði til að komast yfir götuna og það þyrfti að bæta úr því t.d. með því að færa eina mest notuðu strætóstoppistöð í Reykjavík út af götunni sjálfri og hafa hana inni á haskólasvæðinu sjálfu
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation