Hvað viltu láta gera? Þrengja Háaleitisbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi líkt og áður hefur verið gert á Grensásvegi. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka rými fyrir virka samgöngumáta, gangandi og hjólandi vegfarendur. Með auknu rými væri hægt að auka gróður við götuna til að bæta ásýnd hennar og gera umhverfið meira spennandi fyrir íbúa.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Í guðanna bænum ekki fleiri þrengingar. Umferðin er nógu teppt fyrir. Skapar bara meiri mengun . Sjúkrabílar og lögrelga þurfa að komast áfram sérstaklega í þessu hverfi .
100% sammála. Algjör sturlun að hafa þessa tvöföldu hraðbraut í gegnum hverfið. Lækka hraðann niður í 30 á allri brautinni.
Hefur engan tilgang, skapar umferðateppu og því líklegra til að bílstjórar aki hraðar eftir að sleppa úr þvögunni
Hef aldrei lent i miklum umferð á þessari götu, min vegna má þregna hana og setja hringtorg við þessi tvö gatnamót sem eru þarna við læknavaktin og Listabraut.
Börn sem búa í leitunum þurfa að fara yfir Háaleitisbraut á leið í og úr skóla (Hvassaleitisskóla, Réttó). Ökumenn keyra Háaleitisbrautina almennt á allt of miklum hraða. Hef séð bíla þara keyra á allt að 80km/klst. Hámarkshraðinn á Háaleitsbraut er líka allt of hár. Þar er nú 50km/klst. Ætti að vera um 30km/klst. eins og á Norðurhluta Háaleitsisbrautar. En hann var lækkaður þar eftir hávær mótmælia íbúa eftir alvarlegt slys þar. Löngu tímabært að auka öryggi gangandi/hjólandi vegfaranda þarna.
Sammála þessu, sérstaklega þar sem hverfisskóli barnanna í Leitunum eru austan við Háaleitisbraut. Mikill umferðarhraði og t.d. eru gönguljósin við N1 alltof stutt til að þau - og aðrir - nái að fara yfir á grænu ljósi.
Þetta er akstursleið sem sjúkrabílar nota mikið. Einnig er einkabílinn einnig samgöngur sem sumir borgarbúar kjósa að nýta sér.
Til að ná niður umferðarhraða vegna auknigar á fjölda gangandi yfir Háleitisbrautina og mun aukast á næstu árum vegna þéttingu byggðar bæði í leitunum og á Kringlu svæði á komandi árum. Það er búið að auka við hraðahindranir í leitunum og er hámarkshraði þar 30 Km.
Þessi kafli Háaleitisbrautar er mannfjandsamleg tímaskekkja sem laga ætti sem fyrst. Margir óvarðir vegfarendur þurfa að þvera götuna til að sækja þjónustu og skóla og umferðarbreidd og hámarkshraði ætti að vera í takt við það. 13.214 bílar fara um þennan kafla á sólarhring sem er minna en á Grensásvegi sem var þrengdur og endurbættur fyrir nokkrum árum mjög til batnaðar. Nóg er þegar af hraðbrautum í hverfinu og engin þörf á að viðhalda þessari í núverandi mynd.
Það er löngu kominn tími á að ramminn sem afmarkast af Háaleitisbraut, Réttarholtsvegi og Bústaðavegi sé skoðaður með tilliti til þeirra stofnanana (skóla, leikskóla, frístund) sem á svæðinu eru.
Það er nú þegar búið að þrengja að aðkomu neyðarbíla að Slysadeild Landspítalans undanfarið. Umferð um Bústaðaveg, Grensás og fleiri götur hefur þyngst og gengur ekki jafn greitt. Það hefur sýnt sig að t.d. á Grensásveginum eftir þrengingu þá nær gangandi vegfarandi ekki yfir á grænu gönguljósi á gatnamótum og bílstjórar fara frekar yfir á rauðu ljósi vegna umferðarþunga. Tel að skynsamlegast væri að gera göngubrú yfir háaleitisbraut þar sem það er öruggasti kosturinn fyrir þau yngstu.
Göngubraut yfir Háaleitisbraut sem stungið er upp á hér til hliðar myndi einungis gera ástandið miklu verra. Með því að þvera Háaleitisbraut með göngubrú mun umferðarhraði bíla aukast til muna og væri þar að leiðandi komin stórhættuleg og mengandi hraðbraut þvert í gegnum íbúahverfi þar sem mikið er um þjónustu sem bæði börn og fullorðnir sækja - það er eitthvað sem enginn vill. Besta leiðin í þessu samhengi er að þróa vel hannaða borgargötu eins og lýst er í fjárfestingaáætlun Reykjavíkur.
Frábært fyrir íbúa báðum megin Háaleitisbrautar. Einnig er mikil þörf á markvissum breytingum sem stuðla að betri loftgæðum í þessu hverfi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation