Gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.

Gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar.

Hvað viltu láta gera? Þarna vantar sárlega mislæg gatnamót. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er t.d. stórhættulegt að þurfa að færa sig milli margra akreina, þegar ekið er úr Mjódd og inn á Bústaðaveg. Ökuhraðinn á Breiðholtsbraut er svo mikill. Svo er umferð um Bústaðaveg mjög mikil, sem eðlilegt er.

Points

Það eru nú þegar þrenn mislæg gatnamót á nokkur hundruð metra kafla sitt hvoru megin við þessi gatnamót. Frekar að loka þessum gatnamótum alveg. Umferð suður Reykjanesbraut myndi ganga hraðar og þau sem eru á leið úr suðri og þurfa inn á Bústaðveg geta tekið U-beygju á stóru slaufugatnamótunum og svo hægri beygju við Sprengisand. Þau örfáu sem þurfa til vinstri inn á Reykjanesbraut af Bústaðavegi nota bara mislægu gatnamótin við Aktu taktu. Ódýrari og einfaldati lausn.

Málið er að við sem búum í Fossvogi eða Bústaðahverfi eigum ekkert erindi inn á Miklubraut, nema að við ætlum vestur í bæ! Ég hef hinsvegar tekið eftir því að mjög margir bíleigendur þola ekki annarra manna bíla. Og hugmyndin um að loka vinstri beygju á þessum gatnamótum er alveg fráleit og er bara til þess fallin að lengja þá leið sem við þurfum að aka og þannig að menga meira!! Með kveju! Kristinn Þorsteinsson

Nær væri að loka þessum gatnamótum og minnka þannig umferð eftir Bústaðaveginum. Það væri mikil lyftistöng fyrir hverfið. Auðvelt er að komast inn í hverfið eftir öðrum leiðum.

Nei takk, við þurfum ekki meiri umferð í gegnum hverfið okkar. Það eru nokkrir metrar í stærstu mislægu gatnamót á Íslandi, fólk getur notað þau og keyrt aðrar leiðir inn í hverfið frá Miklubraut. Loka vinstri beygjum á þessum gatnamótum í staðinn, takk.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Um er að ræða svæði sem verkefnið samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins mun taka fyrir á næstu árum. Samgöngusáttmálinn er samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Nánari upplýsingar eru hér: https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur-og-fjarskipti/samgonguaaetlun/sattmali-um-samgongur-a-hofudborgarsvaedinu. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information