Hvað viltu láta gera? Gefa garðinum nafn, setja upp merkingar við innganga í garðinn. Garðurinn verði snyrtur reglulega af borginni. Laga þarf innkeyrslu í garðinn vestast við Bríetartúnið. Gera þarf garðinn áhugaverðann fyrir fleiri en þá sem búa við hann. Þar mætti halda markaði og hátíðir, fá meira líf í garðinn. Hjálpa þarf sumum íbúðareigendum við garðinn að gera sína garða og hús snyrtileg. Fjölga þarf æfingatækjum og hafa betri leiðbeiningar. Auka þarf lýsingu í garðinum. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi garður er falin perla og gæti verið iðandi af lífi þar sem hann er rétt við Hlemm. Garðurinn þyrfti að fá nafn svo hann festist í sessi með skemmtilegur viðkomustaður á bæjarröltinu (samt ekki á nóttunni :) ). Í sumar kom enginn frá borginni til að slá, hirða beðin, klippa runnana og trén. Það þarf að vera tryggt að garðurinn sér hirtur á hverju sumri. Lýsinguna þarf að bæta og margt fleira. Margt væri líka hægt að gera í samvinnu við íbúana í kringum garðinn.
Það þyrfti að leysa bílastæðavandamál íbúanna við.garðin þannig að hægt væri að fjarlægja bílastæðin sem eru þar núna.
Það þarf að bæta lýsingu þarna , á daginn eru börn að leik í þessum garði en á kvöldin verður þetta skuggalegra. Ljôs myndu fæla neyslufólk frá.
Það væri gaman að hafa útigrill þarna. Einnig þarfnast þessi garður smá upplyftingu
Myndi vilja lausnir fyrir sorpið eins og er fyrir íbúa Bríetartúns 9 og 11, þ.e tórir gámar neðanjarðar. (Er einnig algeng aðferð í mörgum borgum erlendis).
Æfingatækin í garðinum eru gagnlaus fyrir flesta, nema kannski eitt, skíðatækið. Merkingarnar passa ekki við tækin! Ég á enn eftir að finna góðan hreystivöll miðsvæðis í Reykjavik. en flest eru þau illa hönnuð fyrir hin venjulega borgara. vantar almennileg útsvæði fyrir fólk að þjálfa sig. Lýsingin er mjög slæm í garðinum og ruslið fýkur út um allt. það mætti setja grendarstöð undir nýjan Hreystivöll sem gæti nýst öllum umhverfis garðinn.😁
Að mínu mati mætti minnka garðana við húsin og stækka þannig almenningsgarðinn. Garðarnir við húsin eru of stórir miðað við hvað þeir eru yfirleitt lítið notaðir. Held að flestir íbúar myndu vilja slá aðeins minni bletti.
Það væri frábært ef hægt væri að fjarlægja spennistöðina í miðjum garðinum. Hún slítur garðinn í sundur. Ef ekki er hægt að fjarlægja hana væri þá kannski hægt að hafa hana neðanjarðar? Það mætti gera fallefan hól ofan á henni.
Garðurinn heitir Skúlagarður
Þetta eru góđar hugmyndir
Mjög góðar hugmyndir, það er mikil þörf á að bæta lýsingu - hálf drungalegt að ganga í gegnum garðinn á morgnana og á kvöldin.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og er ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Laugardals á mánudaginn næstkomandi þann 26. apríl milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/439145210721546/. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Kæri hugmyndahöfundur Uppstilling kjörseðla fyrir kosningarnar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt fór fram á opnum fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Þín hugmynd var því miður ekki valin áfram og verður því ekki á kjörseðlinum að þessu sinni. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið má finna hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og ljóst að margar góðar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation