Rannsókn á mismunun í hálkuvörnum

Rannsókn á mismunun í hálkuvörnum

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta rannsaka hvort fólki, einkum konum og börnum, sé mismunað þegar kemur hálkuvörnum og snjómokstri í borginni. Rannsókn af þessu tagi var gerð í bænum Karlskoga í Svíþjóð. Þar, eins og í mörgum bæjum, voru bílagötur ruddar fyrst og svo gönguleiðir. Þegar bæjaryfirvöld rannsökuðu hálkuvarnir út frá kynjasjónarmiðum komust þau fljótt að því að þar var konum kerfisbundið mismunað því að þær voru í meiri hluta gangandi vegfarenda. Bæjarstjórnin ákvað því að ryðja göngustíga og gangstéttir á undan götum. Í kjölfarið minnkuðu slys um helming, sem sparaði mikið fé í heilbrigðiskostnað. Frekar upplýsingar um málið má finna í Bókinni Invisible women eftir Caroline Criado Perez. Þessi grein rennur líka stuttlega yfir efnið: https://www.fsg.org/blog/can-snow-clearing-be-sexist Hvers vegna viltu láta gera það? Gera þarf rannsókn á ferðavenjum fólks og greina út frá kyni og samfélagsstöðu og bera þær tölur saman við slys sem verða á gangandi vegfarendum í hálku. Út frá gögnunum má svo sjá hvort að borgin mismuni gangandi vegfarendum og ef svo er þarf að leiðrétta þá mismunun.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Þín hugmynd var ekki metin tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem ekki er um að ræða eiginlega nýframkvæmd ásamt því að um öryggisverkefni er að ræða. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information