Endurnýja gangstéttar frá Háaleitisbraut 14 til 60

Endurnýja gangstéttar frá Háaleitisbraut 14 til 60

Hvað viltu láta gera? Endurnýja gangstéttar frá Háaleitisbraut 14 til 60 frá gatnamótum við Safamýri að Safamýri. Hvers vegna viltu láta gera það? Steipan er ónýt í þessari gangstétt. Öll krossprungin, holótt gliðnuð og mishæðótt. Þetta skapar hættu fyrir gangandi, hjólandi og fólk með barnavagna. Gangandi hnjóta um mishæðir og hjól festast í djúpum raufum þarna.

Points

Gangstéttin er í niðurníslu.

Löngu tímabært 👍

Komin tími á endurnýjun á gangstéttum og líka hreinsa illgresi við ljósastraura og þ.u.l. Hreinsa líka illgresi í trjábeðum á umferðareyjum á Háaleitisbraut. Og líka að slá oftar og sneggra á sumrin

Gangstéttin er í mjög slæmu ástandi og löngu tímabært að hún sé lagfærð. Bendi á að skoða hvort það hafi alveg verið kláraður frágangurinn þar sem gatan er lokuð. Það er eins og það hafi aldrei verið klárað.

Það er löngu kominn tími til þess að laga gangstéttina. Eins og gangstéttin er í dag er hún hættuleg. Það er mikið gengið um stéttina enda er verslunarmiðstöðin við annan endann og þjónusta við hinn endann, verslanir, apótek og heilsugæsla í Lágmúlanum.

Af hverju þurfa íbúar að koma með tillögur eins og þessa sem snúa að eðlilegu viðhaldi sem manni finnst að Borgin ætti að sinna án þess að íbúar séu að biðja um eða kjósa um það? Ég hefði haldið að þetta ætti að vera eðlilegur hluti viðhalds á gangstígum borgarinnar. Gangi ykkur annars sem best með þetta.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information