Hvað viltu láta gera? Loka Tunguvegi í miðjunni og breyta í tvo botnlanga (eða þrengja götuna á þessu svæði). Hægt er að loka Tunguvegi í kringum hitaveitustokkana, milli Langagerðis og Litlagerðis, setja gróður og huggulegt umhverfi sem tengir betur saman hverfið og gerir börnum og gangandi auðveldara að njóta þess. Allavega mætti þrengja götuna til muna þarna og helluleggja hana til að gefa bilstjorum merki um að þetta sé göngusvæði. Hvers vegna viltu láta gera það? Þarna er há brekka og mjög blint fyrir bíla að keyra yfir brekkuna. Það liggur mikið notaður göngustígur yfir götuna efst í brekkunni í framhaldi af hitaveitustokknum og það er erfitt fyrir gangandi að sjá vel hvort það séu að koma bílar. Bílarnir keyra mjög hratt þarna sem er hættulegt. Sogavegurinn ætti að duga hverfinu fyrir gegnumakstur, umhhverfi þeirrar götu hentar betur fyrir hraðan akstur en umhverfi Tunguvegs. Hverfið er mjög sundurskorið af hröðum umferðagötum, svona mætti aðeins fækka þeim
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
3 rök helst sem mæla gegn þessari hugmynd. Fyrsta, gatan er vistgata með 30 km hámarkshraða. Sem íbúi við götuna verð ég ekki var við mikin umferðarhraða. Í öðru lagi er rétt að það er gangbraut efst á hæðinni en aðkoma að henni úr báðum áttum er mjög opin og sést vel auk þess sem ganbrautin er einniv hraðahindrun sem fáir bíleigendur hafa áhuga á að fara ógætilega yfir. Þriðju rökin, þau stærstu að íbúar við Tunguveg sunnan hæðar yrðu lokaðir inni vegna umferðaþunga á Bústaðarvegi.
Þetta er fáfarin leið á bifreiðum þar sem Tunguvegurinn er töluvert upp og niður einmitt þarna. Það er með öðrum orðum ekki mikil fórn fyrir bifrieðamenninguna að opna hitaveitustokksleiðina bílfría milli Réttarholtsins og Elliðaárdalssins. Það mætti skoða PPZ (pedestrian privilage zone) -götu milli Langagerðis og Skógargerðis - þar væri sem sagt hægt að keyra HÆGT í gegn - gatan væri endurgerð eins og ein stór breið gróðurrík gangstétt eða gata fyrir fjölbreytta ferðamáta en tefði einhæfnina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation