Hvað viltu láta gera? Aðstaða, fyrir alla í samfélaginu, til að skila af sér heimilissorpi og garðúrgangi og breyta í moltu sem hægt væri þá að nýta sem næringu í samfélagsræktun eða heima við. Aðstaðan þyrfti að vera úr göngufæri fyrir sem flesta til þess auðvelt sé að nýta sér hana t.d. við grenndarstöðvarnar. Skýli fyrir veðrum og vindum ásamt aðstöðu til moltugerðar hvort sem það væri með bokashi, haugánum, safnhaug, tumbler eða bland af öllu mögulegu. Á sumrin gætu nágrannar ræktað kryddjurtir og kál undir skýlinu. Aðstaðan gæti nýst þeim vel sem ekki hafa garð og hvatt þá sem eiga garð að byrja sína eigin jarðgerð. Starfsmaður þyrfti að líta við reglulega fyrir viðhald, rekstur og fræðslu. Frábær leið fyrir alla til að fræðast um jarðveginn okkar, lífið í jarðveginum og hvernig jarðvegurinn hefur áhrif á næringu okkar. Þetta gæti orðið skemmtilegt og fræðandi hverfisverkefni sem hægt væri að taka lengra með námskeiðum í jarðgerð og ræktun, plöntuskiptimörkuðum og öðru tengdu. Hvers vegna viltu láta gera það? Gífurlegt magn af matarleyfum falla til á hverju heimili (u.þ.b. 95-115 kg á ári frá einni manneskju) sem hefur gríðarleg unhverfisáhrif m.a. vegna metangass sem myndast við urðun þess. Mikill meirihluti fólks vill geta losað sig við lífrænan úrgang á sem bestan máta en hefur ekki aðstæðu eða mögulega þekkingu til þess. Með því að breyta lífrænum úrgangi í moltu, innan hverfis, er hægt að minnka kolefnisspor með fækkandi sorphirðuferðum og minni gaslosun.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Það er áformað hjá borginni að fara safna lífrænum úrgangi sérstaklega og er það verkefni í farvegi annars staðar í borgarkerfinu á tilraunastigi. Því er ekki hægt að kjósa um hugmyndina að svo stöddu. Einnig felur hugmyndin í sér verulegan rekstrarkostnað og fellur því ekki að reglum verkefnisins Hverfið mitt. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation