Hvað viltu láta gera? Fleiri bílastæði í hverfið t.d. Seljabraut/Engjasel Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að það eru fleiri bílar en stæði í hverfinu
Augljóst að það vantar bílastæði.
Já... það er oft lagt meðfram Engjaseli þar sem bílastöður eru bannaðar. En lausnin fellst meir í að fólk leggi bifreiðum sínum inní bílskýlin í stað þess að fylla öll stæðin með tækjum sem aldrei eru hreyfð.
Rök fyrir fleiri bílastæðum í Seljahverfi og víða um borgina eru það augljós að hvert mannsbarn sér það, þó svo að yfirvöld í Reykjavík vilji útrýma bílum með valboði og þrengja að bílum með guðdómlegum yfirlýsingum með borgarlínu sem er bara tyllidaga uppsláttur, en lítið um efndir. Hvernig væri að yfirvöld hefði nýjar upphrópanir „athafnir án orða“ í staðin fyrir „orð án athafna“
Það er yfirdrifið nóg af bílastæðum að finna í Breiðholti. Því meira sem byggt er fyrir bílinn, því meira verður hann notaður. Fjárfestum frekar í þágu hjólandi og gangandi.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Skipulagsferli hugmyndarinnar er of langt fyrir tímaramma verkefnisins sem gerir hana ótæka fyrir verkefnið. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation