Hvað viltu láta gera? Gera göngubrú yfir Kringlumýrarbrautina á þessum stað beint á móti Kringlunni.. Hvers vegna viltu láta gera það? Margir eiga leið þarna um og stórhættulegt að fara yfir Kringlumýrarbrautina þarna.
Það er óskiljanlegt hversvegna er ekki löngu búið að þessu.
Löngu tímabært
Það er mikið um það að bílstjórar gleymi að stoppa á rauða gönguljósinu á þessum stað og keyri þvert yfir. Þetta eru því stórhættuleg gönguljós og mikilvægt að losna við þau, annað hvort með brú eða með því að setja Kringlumýrarbrautina í stokk á þessum kafla.
Sjálfur hef ég orðið vitni af “næstum því” stórslysum á gangandi vegfarendur þar sem ökumenn fara yfir á rauðu ljósi. Setjum brú áður en það verður banaslys þarna! Einnig mun brú liðka fyrir um ferð á þessari fjölförnu akstursbraut.
Bý í Stigahlíð með 3 börn, sem fara daglega yfir Kringlumýrarbraut. Þarna er oft ansi tæpt að eitthvað gerist.
Umferðaöryggismál
Tímabært að tengja saman hverfið og aðgenigi fólks, hlíðarnar eru í dag eins og litlar ótengdar eyjar!
Löngu tímabært! Þessi tillaga er löngu komin til borgarinnar og nú þarf að koma henni í framkvæmd👍
Hættuleg umferðaræð
Aðgengi að Kringlunni fyrir íbúa Hlíðahverfis verður ekki lengur stórhættulegt.
Einfaldar vegfarendum og bætir öryggi til muna og bílaumferð.
Tímabært að fá göngubrú.. umferðin svo mikil yfir
Þetta er er löngu löngu tímabært. Best væri þó ef hægt væri að setja umferðina í stokk þarna framhjá
Mjög mikil og hröð umferð þarna. Munaði hársbreidd að það hefði verið keyrt yfir son minn þarna, samt var hann að fara yfir á gönguljósum (ég var með honum, bara nokkrum skrefum fyrir aftan) er enn að jafna mig. Bíllinn var á ca 80km hraða. Mörg börn og fullorðnir fara þarna yfir. Ætti að vera löngu búið að gera brú þarna.
Mjög mikil hraði er á umferð yfir Kringlumýrabraut. Sjálf geng ég þarna mikið yfir og iðulega með barn í vagni. Aðgengi að göngubraut Kringlumegin er hættulegt. Þar liggur gangstéttin í halla og á vetri til oft mikil hálka. Ég er því oft hrædd um að renna og fara fyrir bíla sem eru oft á hraða langt yfir hámarki. Það er mikilvægt að tryggja að bíllausar samgöngur geti átt sér stað í hverfinu án þess að vegfarendur upplifi óöryggi í umferðinni.
Löngu tímabært! Stórhættuleg ljós þar sem margir gleyma að stoppa.
Ótrulega hættuleg umferðaræð, og ábyrgðarlaust að setja ekki brú þarna yfir til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda. Mikill fjöldi fólks sem fer þarna yfir, þar á meðal börn og unglingar enda skólarnir i næsta nágrenni.
Stórhættuleg og mikill hraði þarna. 2x næstum því verið keyrð niður á grænu ljósi. Sendi barnið mitt..ungling í strætó ef hún þarf að fara þarna yfir.
Hef margoft séð bíla blússa yfir á rauðu á þessum gönguljósum. Þarna er mikil umferð gangandi vegfarenda og því til hagsbóta fyrir alla að sú umferð flæði hættulaust þarna yfir.
Löngu kominn tími til þess að auðvelda gangandi vegferendum að koma leiðar sinnar án þess að bíða eftir umferðarljósum og stöðva alla umferð í leiðinni. Myndi auðvelda öllum og menga minna
Þarna er hröð og hættuleg bílaumferð. Það er orðið löngu tímabært að gera úrbætur fyrir þann mikla fjölda gangandi vegfarenda sem þarna fer um á hverjum degi
Hættuleg umferðargata sem ætti að vera löngu búið að byggja brú yfir
Aðgengi að Kringlunni fyrir íbúa Hlíðahverfis verður ekki lengur stórhættulegt.
Løngu tímabært..ætti að vera löngu búið að gera þetta....Stóthættuleg umferð þarna
Löngu tímabært að gera nútíma mislæg slaufu-gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Þá er þetta leyst í leiðinni.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Um er að ræða þjóðveg í þéttbýli og breytingar því á forræði Vegagerðarinnar sem er veghaldari þjóðvega. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eiga farsælt samstarf um úrbætur á þjóðvegum og verður tillögunni komið áfram til Vegagerðarinnar og skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation