Hvað viltu láta gera? Hafna hugmyndum um að lýsa upp stíga við Ægisíðu og Skildinganes. Hvers vegna viltu láta gera það? Undanfarin ár hefur þessi hugmynd komið fram aftur og aftur. Henni hefur ávalt verið harðlega mótmælt með þeim rökum að þetta sé einn af fáum stöðum í Reykjavík sem enn er hægt að ganga með sjónum og njóta þess stara út í myrkrið, horfa á fegurð norðurljósanna og kenna börnum hvar hægt er að sjá hin ýmsu stjörnumerki. Fyrir þá sem eru talsmenn þess að lýsa allt upp þá má benda á þessa frábæru grein í National Geographic Gehttps://www.nationalgeographic.com/science/2019/04/nights-are-getting-brighter-earth-paying-the-price-light-pollution-dark-skies/ Ljósmengun er alvarlegt mál í heiminum hún getur verið skaðleg eins og færð eru vísindaleg rök fyrir í greininni. Leyfum náttúrunni og dýralífi að njóta vafans og kjósum á móti því að lýsa upp þessa stíga.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Þín hugmynd var ekki metin tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem ekki er um að ræða eiginlega nýframkvæmd. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Sammála það á alls ekki að skemma þetta svæði nóg af upplýstum valkostum til að komast leiðar sinnar nú þegar.
Gefur auga leið! Fágæt gæði, aðrir geta ferðast í ljósum 50 metrum innar.
Lítið mál að taka göngustíginn í gegnum hverfið vilji fólk götulýsingu. Það er dásamlegt að enn séu til staðir þar sem hægt er að njóta þess að horfa til himins. Styð þetta 100%
Nauðsynlegt að það sé svæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem er hægt að njóta tunglsljóssins og virða fyrir sér stjörnumerkin og dásama norðurljósin. Enga lýsingu þarna takk, það er næg lýsing allstaðar annarstaðar.
Sammála þessu! Galin hugmynd að skemma þessa perlu með flúorlýstum götuljósum!
Ljósastauraskógur eins og er risinn við Eiðisgranda er engin prýði. Það eru fáir staðir í borginni þar sem njóta má norðurljósa, stjarna og tunglskins að fullu. Þeir sem eru óöruggir í myrkrinu geta hæglega gengið eftir upplýstum gangstéttum, bæði á Ægisíða og í Skerjafirði
Sammála! Ljós við göngustíginn er fráleit hugmynd
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation