Hvað viltu láta gera? Setja styttu af honum Ólafi fyrir utan hólagarð Hvers vegna viltu láta gera það? Því hann er fyrirmyndin mín og margra aðra
gerum það
GG
goð hugmynd
Ekki í verka hring Reykjavíkurborgar. Þeir sem vilja styttu ættu að stofna söfnun fyrir henni, setja af stað tillögur frá listamönnum um útlit og verð styttunnar og sækja um stað fyrir hana. Sá staður getur t.d. verið inní Hólagarði.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins Hverfið mitt hefur metið þessa hugmynd og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki tæk* til kosningar í Hverfið mitt. Þegar listaverk eru reist í borgarlandinu er almennt haft að leiðarljósi að um höfundarverk listamanna sé að ræða og horft til þess að fleiri en einn listamaður hafi tækifæri til að koma hugmyndum sínum um útfærslu á framfæri. Eins og tillagan liggur fyrir hefur hún ekki listrænt gildi og er ekki sett fram sem listræn áskorun. Nýjar hefðbundnar brjóstmyndir/styttur eru fátíðar nú á 21. öld og hefur heldur verið farin sú leið að leita til listamanna um að skapa verk til heiðurs nafngreindu fólki sem eru táknræn fyrir ævi þeirra eða framlag til samfélagsins. Almennt er ástæða til að árétta að minnisvarðar um þjóðþekkta einstaklinga eru nokkrir í borgarlandinu og þá flestir höfundarverk listamanna 20. aldar. Þegar um er að ræða styttur eða minnisvarða um tiltekinn einstakling koma einnig lögfræðileg álitamál til skoðunar sem flækja málið enn frekar. Slík verk fela í sér að borgin notfæri sér nafn, ímynd eða ótvíræð auðkenni einstaklings. Í einhverjum tilfellum getur það stangast á við lög, t.d réttinn til friðhelgi einkalífs, sjónarmið um vernd æru manna og jafnvel reglur um vernd vörumerkja. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation