Tjarnargarður - Vatnsmýrarsvæðið sameinað

Tjarnargarður - Vatnsmýrarsvæðið sameinað

Hvað viltu láta gera? Að sameina Vatnsmýrina, Hljómskálagarð og Tjörnina (norðurtjörn). Að skapa stórt grænt fjölbreytt svæði líkt og Östre Anlæg í Köben og Central Park, þar sem náttúran er í bland við skrúðgarða-útlitið. Laugardalurinn er gott dæmi um stórt fjölbreytt svæði sem þjónar mörgum íbúum, sem var skapað með því að afleggja vegi, og sameina svæði. 1. Skothúsvegur milli Bjarkargötu og Lækjargötu yrði eingöngu fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Í núverandi ástandi er öryggi gangandi mjög ábótavant, mjög hröð umferð er yfir hraðahindrun, þar sem er 30 km hámarkshraði. 2. Aðlaga núverandi stíga að breyttu skipulagi, hafa hjólreiðar aðskildar. - Hanna stíga að því sem fyrir er, svo þeir falli vel í umhverfið, séu ekki lýti og verði ekki of plássfrekir í rýminu. - Göngubrú er yfir Hringbraut, en til framtíðar ætti að leggja hana í stokk milli Njarðargötu og Bjarkargötu. 3. Ekkert mun breytast á friðlandinu í Vatnsmýri. Leggja skal nettan göngustíg í jaðri svæðisins (utan sýkisins) til að njóta fuglalífsins úr fjarlægð, og leiða þannig mestu umferðina frá friðlandinu sjálfu. - Standa þarf vörð um jaðarsvæði friðlandsins, svo ekki sé þrengt meira að svæðinu með byggingum og öðru raski. - Aðgengi að friðlandi Vatnsmýrar verður óbreytt. Sömu mjóu stígarnir halda sér. -Áfram verður friðlandið lokað yfir varpstímann, og lengur ef þörf krefur til að vernda svæðið. -Aðgengi er lokað með því að fjarlægja tvær brýr, þ.a. auðvelt er að stýra umferð um verndarsvæðið. Hvers vegna viltu láta gera það? Að efla svæðið og styrkja sem eina heild, eins og það var, Vatnsmýri. Garðurinn yrði órjúfa heild milli Háskólasvæðisins, Vesturbæjar, Miðbæjar og Austurbæjar. Auðveld leið til göngu og hjólreiða. Betri tenging skapast við Öskjuhlíð, Nauthólsvík og kirkjugarðinn. Þá er stutt í Fossvoginn og þaðan í Elliðaárdalinn. Það er vel þekkt aðferð erlendis að tengja minni græn svæði saman til að efla dýralíf. Upplifun af svæðinu yrði betri og heilstæðari. Frjáls för innan svæðis er að sjálfsögðu kostur. Á varptíma væri Vatnsmýrin lokuð til verndar varpinu, einsog verðið hefur

Points

Tengja svæðin saman i eina græna umhvefisvæna heild.

Fá stórt, grænt útivistarsvæði í miðborgina

Myndi efla miðbæinn og gera hann líflegri og fallegri.

Til þess að svæðið yrði einn heild

Frábært að fá stórt grænt svæði fyrir útiveru :)

Þetta myndi auka lífsgæði allra borgarbúa

Þetta yrði flottur garður

Þetta er spennandi og þarft verk, myndi skapa þann myndargarð í hjarta borgarinnar sem Reykvíkingar eiga skilið.

góð hugmynd og bætir borgina, færir svæði saman og þéttir íveru og útivistarsvæði

Dásamlegt að tengja svæðið -og svo væri stutt í að tengja við göngustíginn meðfram sjónum til suðurs; út á Seltjarnarnes og upp í Elliðaárdal. Hafa það sem "náttúrulegast". Þið hafið haft frábæra umsjónarmenn Hljómskálagarðs og Tjarnarsvæðis undanfarin ár sem væri vel treystandi að gera þetta á smekklegan hátt. (Það mætti jafnvel hafa "sér" svæði aðeins fyrir fugla- óaðgengilegt fyrir mannfólk nema til að skoða). Á þessum síðustu tímum er ljóst hvað útivistarsvæði eru mikilvæg fyrir borgabúa.

Fallegt og heilandi ❤️

Til að efla svæðið sem heild.

Að skapa stórt, grænt svæði með fjölbreytta notkunarmöguleika, efla svæðið sem heild.

Spennandi hugmynd ...!! Treysti líka Þorsteini til að koma með glæsilegar hugmyndir - og útfæra þær vel.

Frábær leið til að tengja 102 og101 saman ogað fá stærra grænt svæði

Mjög góð hugmynd.

góð hugmynd

Þetta er frábær hugmynd!

Engin spurning að tengja þetta saman. Serstaklega útaf Grósku líka, fyrirtæki og likamsrækt, sem þarf að tengja saman við miðbæinn.

Fólk sem býr á „þéttingarreitum“ í Reykjavík þarf einhverja svona lausn til að halda bæði líkamlegri og andlegri heilsu, en allt fer eftir útfærslunni.

Svo innilega frábær hugmynd. Skapa þarf slîkar vinjar og à þessu svæđi alveg sérstaklega. Ferđaöryggi gott og þægilegra ađ komast um.

Það mundi efla svæðið að skipuleggja það sem heild og væri fengur fyrir alla borgarbúa af slíku svæði í miðborginni.

Góð hugmynd og góð leið til að glata ekki alveg grænum svæðum í borginni. Megum nefnilega passa okkur á að þétta ekki byggð um of og breyta öllu í steypu.

„Kjörsnið“ Borgarlínu er 35,5 metrar. Eins og stendur á hún að fara eftir Fríkirkjuvegi og eftir Skothúsvegi og myndi eyðileggja umhverfi Tjarnarinnar. Umferðarstokkar eru bæði fokdýrar lausnir, ljótir og algerlega ónauðsynlegir í þorpi eins og Reykjavík er.

Mikilvægt að hafa græn svæði í stórborgum

Líst vel á þessar hugmyndir. Sérstaklega að skapa stórt grænt fjölbreytt svæði þar sem náttúran er í bland við skrúðgarða-útlitið. Það er mikilvægt fyrir borgarbúa að hafa aðgengi að slíkum svæðum, gott fyrir líkama og sál.

👍

Frábær hugmynd.

Það væri frábært að fá eitt stórt útivistarsvæði í miðri borginni

Snilldar hugmynd, styð þessa tillögu heilshugar.

Sjá ítarlegan rökstuðning Þorsteins Magna sem leggur tillöguna fram. Flest allt sem gerir Reykjavík að betri borg fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur þ.m.t. þessi tillaga er til mikilla bóta

Með tímanum gæti þetta náð alla leið niður í Nauthólsvík (ef flugvöllurinn fer)

Frábær hugmynd, styð þessa tillögu heilshugar

Sérlega góð hugmynd að tengja Vatnsmýrina og Hljómskálagarðinn. Myndi styrkja höfuðborgarsvæðið í heils sinni, en ekki væri þó gott að hafa flugvélarnar sveimandi yfir höfðum fólks, njótandi útivistar á svæðinu.

Frábær hugmynd og afar mikilvæg fyrir fólk og umhverfi í Reykjavík :)

Eina vitið - frábær leið til að tryggja grænt og mannvænt svæði í miðbænum. Láta umferðina í stokk. Best fyrir fólk og fugla sem daglega eru að reyna að flæða milli Hljómskálagarðs og Vatnsmýrar. Gerum þetta!!!

Glæsilegt að fá stórt svæði til útivistar í miðborginni. Flott að vernda fuglalífið á varptíma en njóta þess svæðis á öðrum tíma.

Ég er 2x búin að skriga rökin með en kem þeim ekki inn

Borgarlínan er í almennri um ferð á Sóleyjatgötu, Skothúsvegi og Fríkirkjuvegi. Þær verða semsagt óbreyttar, ekki 35.5 metrar einsog kemur ranglega hér að ofan.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til Skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information