Laga hellulagnir í Suðurhlíðum

Laga hellulagnir í Suðurhlíðum

Hvað viltu láta gera? Klára að endurnýja hellulagnir á leiksvæðum, göngustígum og vistgötum í Suðurhlíðum. Lítill hluti þeirra var lagfærður sumarið 2020 en nú þarf að klára verkið og laga þær sem eftir standa. Hvers vegna viltu láta gera það? Hverfið byggðist upp fyrir 30-40 árum síðan á grundvelli sérstæðrar skipulagshönnunar þar sem gatnakerfið innan hverfisins samanstendur af vistgötum með hellulögðum gatnamótum og beygjum en malbiki á beinum köflum þar á milli. Þessar hellulagnir sem eru 23 talsins á götum innan hverfisins hafa aldrei verið endurnýjaðar frá því að hverfið byggðist, fyrir utan þrjár sem voru endurnýjaðar 2020. Flestar þeirra eru mjög slitnar og sumar stórskemmdar eftir snjóruðningstæki. Sérstaklega ein á gatnamótum Víðihlíðar og Birkihlíðar sem er stórhættuleg og eru dæmi um að hún hafi beinlínis valdið skemmdum á farartækjum. Sama má segja um hellulagnir á leiksvæðum og göngustígum innan hverfisins. Sem dæmi er körfuboltavöllur í Beykihlíð sem var mikið notaður áður fyrr en er fyrir löngu síðan orðinn stórhættulegur og ónothæfur vegna ónýtrar hellulagnar. Einnig vantar hellur í samfellda hellulögn á göngustíg yfir opið svæði milli Birkihlíðar og Víðihlíðar við Lerkihlíð, sem veldur slysahættu og dæmi eru um að hjólreiðafólk og krakkar á hlaupahjólum hafi dottið þar og slasast. Auk þessarra dæma er viðhald orðið tímabært á ýmsum fleiri hellulögnum víðar í hverfinu. Þetta er verkefni sem ætti að vera löngu búið að ráðast og í raun svo sjálfsagt að það ætti ekki að þurfa að kjósa sérstaklega um ef borgaryfirvöld hefðu einfaldlega sinnt eðlilegu viðhaldi.

Points

Rólurnar þarf að færa lengra frá körfunni og helluleggja upp á nýtt svo karfan standi ekki þarna yfirgefin í tilgangslausri niðurníslu og ömurð fyrir ásýnd svæðisins.

Þessi hellulögn fór öll úr skorðum þegar limgerði hvers rætur lágu undir stíginn var rifið upp með þeim rótum fyrir nokkrum misserum. Krakkar á hlaupahjólum hafi dottið illa þarna og slasast.

Hér má sjá ummerki eftir snjóruðningstæki. Dæmi eru um skemmdir á ökutækjum sem hafa ekið ofan í holuna í slæmu skyggni eða þegar snjór er yfir.

Þetta verkefni er svo sjálfsagt að það ætti ekki að þurfa að kjósa um það. Að minnsta kosti ekki ef borgaryfirvöld hefðu einfaldlega sinnt eðlilegu viðhaldi á hellulögnunum í stað þess að vanrækja það árum og jafnvel áratugum saman. Ég hvet samt alla til að kjósa með því! 😉

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information