Grenndargámar fyrir gefins hluti

Grenndargámar fyrir gefins hluti

Hvað viltu láta gera? Hugmyndin er eins konar gámur eða skýli þar sem fólk gæti komið með hluti sem það vill ekki eiga lengur og skilið þar eftir, sem aðrir gætu tekið ef þeim líst vel á. Á þennan hátt er ekki verið að henda nothæfum hlutum með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Væri hægt að tæma á x-tíma fresti og henda þá því sem ekki er tekið. Hvers vegna viltu láta gera það? Fólk á alls konar dót sem það notar ekki lengur og endar á að henda, því það gerir ekkert nema taka pláss heima hjá því. Það er synd og skömm að nothæfum hlutum sé hent. Þetta gæti minnkað sóun.

Points

Þetta gefur góða raun í öðrum löndum, ekki síst fyrir fólk sem minna hefur milli handanna og getur notfært sér þetta. Hlutirnir öðlast nýtt líf hjá nýjum eiganda, auk þess sem þetta skapar gleði meðal íbúa hverfisins. Ég minnist þess að hafa hirt nokkra hluti á víðavangi og gert þá upp þegar ég var að byrja að búa og átti ekki fyrir öllum húsgögnum. Þeir hlutir höfðu alltaf meiri merkingu; veittu meiri gleði. Frábær hugmynd!

Frábær hugmyndi! Í okkar nútímasamfélagi á fólk allt of mikið af nýtilegum hlutum sem gagnast þess ekki lengur. Mann lengir eftir að losna við þetta dót. Það er frábært að fá nýtilegan hlut án þess að þurfa að fara út fyrir hverfið. Ferli hluts frá einu heimili á annað verður grænna ef hægt er að sleppa við: keyra út á sorpu - flokkun í sorpu - ferð í góða hirðinn - ferð úr góða hirðinum.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndin felur í sér verulegan rekstrarkostnað og fellur því ekki að reglum verkefnisins. Sorpa á og rekur Góða Hirðinn og er með móttöku á hlutum á öllum endurvinnslustöðum. Einnig eru ýmis góðgerðarsamtök með móttöku og endursölu á nytjahlutum. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedils-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information