Götur verði miklu oftar sópaðar - sérstaklega á veturna

Götur verði miklu oftar sópaðar - sérstaklega á veturna

Hvað viltu láta gera? Götur verði miklu oftar sópaðar í þessu hverfi og öðrum - sérstakleg þó í þessu hverfi þar sem það er nálægt þeim stað sem alltaf mælist mest svifryk á Íslandi - sérstaklega á veturna, þar sem rykský er oft yfir Grensásvegi, Miklubraut og Bústaðaveg - sérstaklega í þurru og kyrru veðri á veturna. Þetta stafar af því að margoft hefur komið í ljós að á veturna safnast ryk í rykskafla í hliðum gatna þar sem ekki hefur verið sópað nægjanlga oft - eða aldrei í langan tíma. Þegar bílar keyra - sérestaklega stórir bílar - þyrlast þessir rykskafla upp - sem sést vel þegar ekið er á eftir stærri bílum s.s. strætó sem er ekki á nöglum. Það er ekki nægjanlegt að banna nagla - enda ekki hægt þar sem fjöldi bíla er að keyra yfir varasama fjallvegi á veturna. Það er heldur ekki lausn að takmarga umferð einkabíla frekar þar sem margir bílar eru nú þegar mengunarlausir, og ganga fyrir rafmangi, vetni, metani eða öðru. Þar að auki er allra veðra von á Íslandi - sem skapar þær aðstæður að erfitt er að komast á milli staða nema á bíl - þó að notkun almenningssamgangna og hjóla aukist eitthvað. Nýleg könnun erl. aðila sýnir að 60 ótímabær dauðföll eru árlega vegna svifryksmengunar á Íslandi - sem er mest í Reykjavík. Í þessu sambandi skal tekið fram að tala 60 er miklu mun hærri en dauðsföll vegna Covid á Íslandi. Það ber því skylda til að líta alverlega á þett mál og koma með viðeigandi aðgerir til að minnka þessa heilsufarsáhættu sem svifryk veldur. Það er einnig stórundarlegt að þessi atrið hafi ekki verið rædd miklu meira. Vinn nálægt Grensásvegi og bý í Fossvogi - og vinn því bæði og bý á því svæði á Íslandi sem hefur mesta svifryksmengun á Íslandi. Ég hef heldur ekki farið varhluta af þessari hættu og hef veikst sem rekja má til svifryksmengunar. Það er því mikið undrunarefni - og um leið verulega ámælisverð vinnubrögð - sem innifela mikla kefisáhættu í vinnubrögðum sem tengist lungansjúkdómum og heilsufari einstaklinga er varðar svifryksmengun - að enn skuli vera sú staða - að götu Reykjavíkur séu ekki sópaðar miklu oftar á veturna - hvað þá á þeim svæðum sem hafa mesta svifryksmengun. Þó einhver þrif gatan hafi farið fram í vetur í Reykjavík - en það langt í frá nægjanlegt - eins og hver og einn getur sjálfur séð. Götur borga þarf að þrífa - á sama hátt og hvert heimili er þrifið reglulega. Séu heimili ekki þrifin vita alir hvað gerist. Sama á við um götur - það eru ekki flókin vísindi og þarf ekki að ræða. Þrif og sópun gatna í Reykjavík - er því eitt af stærri heilsufars- og áhættuatriðum í Reykjavík - og ber að fjalla um og bæta úr og framkvæma - í samræmi við þær staðreyndir. Vona að regluleg þrif og sópun gatna í Reykjavík - sérstaklega á viðkomandi áhættusvæðum er varðar svifrik og heilsufar - getir gerst sem allra fyrst. Ósak eftir því að fá að vita um framgang þessarar tillögu. Hvers vegna viltu láta gera það?

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information