Hvað viltu láta gera? Láta útfæra framúrskarandi fjallahjólastíg bæði upp og niður Úlfarsfellið. Mikilvægt er að aðgreina stíga upp og niður, því niðurferðin er yfirleitt margafalt hraðar farin. Hvers vegna viltu láta gera það? Úlfarsfell er perla innan höfuðborgarsvæðis og allan ársins hring má bæði ganga og jafnvel keyra þar upp og niður. Fellið er einnig mikið notað af hjólagörpum sem hjóla upp og niður á grýttum göngustígum, þar sem fyrir eru gangandi vegfarendur. Fjallahjólamenning hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár og má í því samhengi nefni Skálafell bike park sem byggt er upp af hugvitsfólki í frítíma og down-hill keppnir sem haldnar eru á Akureyri. Reykjavíkurborg er í fullkominni aðstöðu til þess að auka fjölbreytta aðstöðu fyrir hreyfingu og útivist borgarbúa og bæta öryggi allra hlutaðkomandi um leið.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Það vantar miklu meira af svona fyrir hjólafólk
Geggjuð hugmynd. Vel merktur hjólastígur myndi is fækka árekstrum milli hjólaði göngufólks
Útivistarperla sem nýtist mismunandi hópum. Öryggi og betri upplifun að aðskilja göngustíga og hjólastíga.
Já takk vantar meira svona!
Það eru skuggalega fáar fjallahjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu miðað við það sem gengur og gerist á sambærilegu landssvæði erlendis, það mætti gjarnan kippa því í lag.
Frábær leið til að fjölga útivistartækifærum í borgarlandinu.
Þarf að vera góð aðstaða fyrir þau tæki sem er heimilt að flytja inn til landsins. Úlfarsfell er tilvalið, stutt frá hjólastíg, hentugur staður til útivistar innan höfuðborgarinnar.
Flott hugmynd, ég myndi klárlega nýta mér þetta
Frábær hugmynd! Að búa til fými fyrir hjólafólk ætti að vera hjólaborginni hjartans mál
Ja takk það vantar meira af merktum hjólastígum
Það eru ágætis grunnar að leiðum meðfram og á fjallinu, sem hægt væri að betrumbæta. Gæti orðið paradís fjallahjólarans :)
Frábær hugmynd, góð leið til að allir geti notið þess að hreyfa sig, gangandi og hjólandi, minnkar líkur á áresktrum milli þessa hópa.
Allan daginn að setja upp einhverjar góðar leiðir sem hentar öllum og auðvitað merkja þær vel
Fjallahjólreiðar er holl og skemmtileg útivist, sem fólk á öllum aldri stundar .
Vantar fleiri hjólaleiðir fyrir þetta ört vaxandi sport 🤘
Finnst vanta bike park svæði hérna með pump tracks og slíku sem fyrir finnst erlendis og hægt er að æfa sig. Svæðið á og hjá Úlfarfelli myndi nýtast vel þarna.
Kæri hugmyndahöfundur, Til hamingju hugmyndin þín hlaut kosningu í Hverfið mitt 2021. Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022, niðurstöður kosninga má sjá á www.Hverfidmitt.is. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is/. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
Úlfarsfell er frábært til hjólaiðkunar og væri gaman ef staðið væri við gömul loforð Reykjavíkurborgar við HFR að hanna góðar hjóla og keppnisbrautir í fjallinu. Pump tracks braut væri snildin ein ef henni yrði bætt við í þessa flóru ásamt braut fyrir Fjallabrun.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation