Hvað viltu láta gera? Stækka andapollinn í Breiðholtslaug eða gera nýjan við hliðina á þarsem nóg pláss er fyrir alla og leiktækin fyrir þau yngstu séu þá ofan í vaðlauginni. Þannig geta börnin nýtt leiktækin líka á köldum dögum. Dæmi eru hinar ýmsu vaðlaugar svosem á Akureyri eða í Vestmannaeyjum ofl.stöðum. Hvers vegna viltu láta gera það? Meira pláss og allur aldur nýtir þ.a.l. betur. *Hugmyndir sameinaðar við Stækka vaðlaug og bæta við rennibraut í Breiðholtslaug: https://betrireykjavik.is/post/38959 Betri vaðlaug í Breiðholtslaug: https://betrireykjavik.is/post/39041
Hugsa þetta í hvert sinn sem ég fer í sund í Breiðholtslaug! Það vantar leiktæki ofan í vaðlaugina og lítil rennibraut eins og er t.d. í Grafarvogslaug myndi vekja mikla lukku. Þau leiktæki sem sett voru upp við hlið laugarinnar fyrir ekki svo löngu eru frábær en börnunum verður ískalt af því að leika sér á bakkanum í engu nema sundfötunum, því miður.
Nú þegar eru komnar 3 hugmyndir um þetta sama atriði og mætti borgin endilega telja saman öll atkvæðin -hjá þessum þremur hugmyndum -saman.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation