Árbæjarlaug : Infrarauður saunuklefi

Árbæjarlaug : Infrarauður saunuklefi

Hvað viltu láta gera? Infrarauðir geyslar geta hjálpað við td. að losa eiturefni úr líkamanum, auka virkni ónæmiskerfisins, styrkja hjarta- og æðakerfið, bæta útlit húðar, minnka verki ofl. Þú svitnar 3 sinnum meira í IR sánu heldur en í gufu sánu. Infrarauðu geislarnir leysa upp vöðvabólgur og mýkja upp vöðva hitinn frá infrarauðu geislunum smýgur allt að 4.5 cm inn í líkamann infrarauðu geislarnir lina þjáningar vegna gigtar 80% svitans er vökvi og 20% eru úrgangsefni Settur var upp infrarauður saunu klefi í Lágafellslaug og er svakalega vinsæl þar, geri mér ferð þangað til að komast í klefann en væri æðilegt að komast í uppáhaldslaugina í hverfinu sínu. Hvers vegna viltu láta gera það?

Points

Þyrfti að setja upp í karla og kvenna klefa , þar sem að mikil aðsók yrði í þessa klefa

Frábær hugmynd

Vantar sauna í Árbæjarlaug. Sparar akstur frá hverfinu í aðrar laugar t.d mosó

Þetta er frábær hugmynd. Margir hafa verið að keyra í Mosfellsbæ til að komast í svona innrauða gufu. Hefur mjög góð áhrif á líðan, eflir heilsu og myndi gera góða laug betri. Hafa aðgang að innrauðu gufunni að utanverðu svo hún sé opin öllum.

Heilsueflandi hverfi

Væri frábært að fá svona klefa

Mætt allveg skoða að skipta um niðurtekin loft yfir sturtum Karla meginn sem er orðin ansi óhrein og kominn tíma á að uppfæra eða hreinsa vel😀.

Væri góð viðbót við annars ágæta laug. Mikil þörf fyrir fólk sem stundar líkamsrækt og íþróttir að mýkja auma vöðva í góðum hita. Hlaupa- og hjólahópar í hverfinu yrðu væntanlega fastagestir. Mætti gjarna verða sett upp tengt búningsklefunum, þ.e. aðskilin kvenna- og karlaaðstaða.

Frábær hugmynd. Er sjálfur sjúkraþjálfari og vinn mikið með fólki sem greint hefur verið með vefjagigt. Veit að þessir klefar geta verið algjör lífsbjörg fyrir fólk sem þjáist af krónískum verkjum. Ég kýs með þessu!

Er mikill verkjasjúklingur og með gigt myndi nýta mér svona klefa til að líða betur.

Líst vel á þetta. Er reyndar ekki mikið fyrir sund en er með vöðvabólgu og þessi klefi myndi hvetja mig til að koma.

Algjörlega brilliant hugmynd! Hér er oft verið að keyra upp i mosó til að fara î gufuna þar. Alveg kominn tími á að friska upp à árbæjarlaug sem var á sínum tíma flottasta þaug landsins.

Líst vel á þetta hef heyrt góðar sögur af þessum klefum

☺️

Lýst mjög vel á þessa hugmynd.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Hugmynd hefur verið aðlöguð og snýr einungis að infrarauðum saunuklefa þar sem ekki er hægt að koma fyrir nýjum rennibrautum í Árbæjarlaug. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information